Grófur misskilningur

Í skólanum í gær fann ég mig knúinn til að leiðrétta ákveðinn misskilning. Svo datt mér í hug, þar sem þessi misskilningur er mjög útbreiddur, að koma þessu á framfæri hér og svo mun ég einnig þrefa um þetta á kommentakerfinu fyrir þá sem láta sér ekki segjast.

Misskilningurinn felst í því að mjög margir virðast halda að maðurinn noti aðeins um 10% heilans. Þetta er rugl. Maðurinn notar allan heilann og það gera öll dýr (þ.e.a.s. þau sem hafa heila á annað borð) líka. Spyrjið bara líffræðinga, sálfræðinga, lækna og geðlækna og hananú!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *