Samræðulistin

Annars átti ég heilbrigt spjall við bekkjarsystur mína í dag. Talið barst að útlöndum og hún tjáði mér það að hún hefði eitt sinn tekið ferju frá Costa del Sol til Aþenu. Þegar liðið hafði á ræður okkar lýsti hún áhuga sínum á því að fara til Grikklands, því þangað hefði hún aldrei komið.

Það ber einnig vel að merkja að hún hélt því fram að allar merkingar í Aþenu hefðu verið á arabísku, sem kollvarpar þeirri hugmynd náttúrulega algjörlega að þær séu á grísku. Merkilegt hvað sannleikurinn kemur manni oft í opna skjöldu, ha?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *