Fyndið

Ég er að velta því fyrir mér hvort það væri ekki skemmtilegr ef ég tæki upp á því þegar ég kommenta á bloggsíðum að segja eitthvað sem kemur málinu ekkert við, t.d. ef einhver skrifaði um líkþornið sitt myndi ég segja: „Já, Wagner hefur mér löngum þótt skemmtilegt tónskáld“. Eða ef einhver skrifaði um gyllinæðina sem honum svo gæfusamlega hlotnaðist í Múgabíu (áður Zimbabwe) árið 1978 myndi ég segja: „Hvað meinarðu? Veistu ekki að þriðji hver íslendingur deyr úr krabbameini?!“
Öllu skemmtilegra þætti mér þó óskammfeilin kommentastefna. Til að mynda, svo ég haldi nú áfram að tala um krabbamein, ef einhver skrifaði um Björn Bjarnason (t.d. þessi), gæti ég sagt: „Þú ert Björn Bjarnason!“ (er eitthvað meira móðgandi en það?). Ef einhver skrifaði svo um feiga (þ.e. dauða eða deyjandi) ömmu sína, gæti ég sagt: „Hahahaha! Það minnir mig á góðan brandara!“
Nei, í alvöru! Þetta er góð hugmynd.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *