Gefa blabla blauð

Hver ætli hafi startað þessum sið að gefa öndunum brauð, og hvers vegna? Það er svo sannarlega ekki til að gæta hagsmuna andanna, enda geta þær auðveldlega snapað sér í mat sjálfar, og þegar upp er staðið, hverjum er ekki raunverulega sama um örlög örfárra anda í þeim forarpytti sem við nefnum tjörnina (að undanskildum börnunum, sem halda af sinni einskæru og elskulegu barnatrú að endurnar séu hjálparþurfi, og með því að fóðra þær endrum og eins séu þau að halda í þeim lífi (alla vega hélt ég það sem barn))?

Þetta er ekki skrifað af minni óbilandi geðillsku og mannsvonsku, heldur umleitunum mínum til að skilja heiminn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *