Veto

Gerð hefur verið athugasemd við notkun mína á orðinu veto í sambandi við neitunarvald forsetans. Verður því svarað hér:

Áður en fjölmiðlar svo nýlega tóku til brúks orðið „málskotsréttur“ hafði vald embættis forseta Íslands ávallt verið nefnt synjunar- eða neitunarvald og, verandi á móti tískuorðum, ætla ég aldrei að kalla það neinu öðru nafni, þrátt fyrir að málskotsréttur komist e.t.v. nær sannleikanum.
Veto (lat. ég neita) var neitunarvald sem (að mig minnir) plebeium áskotnaðist og gaf þeim vald til að fella ályktanir þingsins.
Þó neitunarvald forseta Íslands og veto rómversku borgarastéttarinnar séu tveir ólíkir hlutir frá stjórnmálalegu sjónarhorni, merkja orðin það sama. Hér er veto því ekki notað á grundvelli merkingar þess á tímum Rómaveldis. Orðið neitunarvald ber sömu almennu þýðingu og veto, og engu öðru nafni kýs ég að kalla rétt forsetans. Tel ég mig þ.a.l. vera í fullum rétti til notkunar veto í þessu samhengi.

Þetta er að sjálfsögðu aðeins spurning um hvaða merkingu við leggjum í orðin, og mér þykir ekkert verra að fólk bendi mér á staðreyndir málsins, þó svo að í þessu tilviki hafi það verið algjör óþarfi. Tel ég mig eigi fara með fleipur í þetta sinn, þó svo ég eigi það til.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *