Það sem engu skiptir

Ég segi að þessi Már-rugli verði að linna. Í dag heita allir Már, að fornafni eður millinafni. Ímyndið ykkur, ef sagnaritun væri eins og hún var í gamla daga, hvernig hinar nýju íslendingasögur væru:

Gekk Arnaldr Már að Má Kjartanssyni og spurði fregna. Hafði Már fátt að segja en bróðir hans, Már Már Másson, sagði Arnaldi Má þau tíðindi, er mikil þóttu í þá daga, að Haraldr Már hefði brotist til valda í Noregi. Gekk Arnaldr Már að svo búnu örna sinna.
Eigi fyrr hafði Arnaldr Már sprænt en sjómaðr nokkur – kjarnakarl og tóbakshundr mikill – gekk þar að ok vó hann. Hét vegandi Már Óli Másson hinn þriðji. Þvínæst horfði Már Óli á Survivor Iceland, þar er keppendurnir Jónas Már, Finnur Már og Már Jónasson öttu kappi, af þvílíkum þrótti að annað eins hafði varst sézt um lendur vorar.
Drapst þvínæst Már Óli, og lét hann eftir sig tvo sonu – þá Finnboga Má Másson og Má Má Másson. Skal það tekið fram að Már Már er eigi sá sami og fyrr hefir verið nefndur á góma.

Þetta er eins fáránlegt og það gerist. Sorrí Bibbi!

En hvernig væri það að nú annars heita Erlendur Surtur? Séu foreldrar almennt fyrir slíkt geta þau allt eins kallað barnið sitt api.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *