108670778058090077

Það versta í lífinu er að missa stjórn á því. Þá er ég ekki að tala um að ánetjast eiturlyfjum. Fólk getur sjálfu sér um kennt þegar svo er komið. Nei, ég er að tala um þegar sjálf örlög manns eru undir miskunn heppninnar komnar, en svo er nú komið fyrir föður eins elsta vinar míns. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hann nái sér eftir þau veikindi sem herja á hann um þessar mundir.

Hvurslags hörmungar eru þetta sem sífellt dynja á góðu fólki, fólki sem er mér kært? Æ, hvað geta aðstandendur og við, fjölskylduvinirnir, gert annað en að bíða og vona? Ekkert og þannig verður það víst að vera.

Ég bið ykkur að láta það ógert að skrifa athugasemdir við þessa færslu. Hér er engu við að bæta.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *