Klippt ok barbérað

Hvurnig ætli standi á því, að þegar sem lengst er liðið frá síðustu klippingu, er ég alltaf spurðr hvurt ég hafi verið í klippingu? Þetta er með öllu ótækt ok lýsi ég yfir neyðarástandi. Líklegast þarf ég að fara í klippingu svo fólk hætti að spyrja mig hvurt ég sé nýkominn úr slíkri.

Ég man hvað ég varð vonsvikinn síðast ég ætlaði í klippingu, er mér var ljóst gjört að engir prófessíónal barbérar starfi lengur. Jafnvel Bartskerinn sjálfur, sá öðlingsmaðr, hefir hætt þeirri unaðsiðju að barbéra menn ókeypis með hvurri klippingu. Hann býðr ekki einu sinni upp á það lengr. Fari það ok veri í heitasta víti. Ég mun víst aldreigi fá að njóta þeirrar ánægju að hljóta fagmanns barbéringu með alvöru barbéringarhníf. Hvurt stefnir þessi heimr eiginlega?!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *