10875135841130155

Þegar þér hættir til að líta á allt sem vandamál sem krefjast úrlausnar virðist allt fara sífellt versnandi og jafnvel einföldustu hlutir verða of erfiðir viðfangs.

Þegar þú lítur á hlutina þannig, að jafnvel hversdagslegar samræður snúist um að fá fólk þér til fylgis, fer það að verða erfitt að eiga í eðlilegum samskiptum við annað fólk. Samræður verða að vandamáli og þér finnst á endanum sem þú getir ekki sagt neitt rétt, að allt sem þú segir eigi eftir að koma aftur aftan að þér. Og það gerir það, á endanum, þegar allt sem þú raunverulega þurftir var viðhorfsbreyting. Þú ert orðinn þitt eigið vandamál.

Þegar þér hættir til að líta á alla hluti sem óleyst vandamál muntu sjálfur enda sem þitt stærsta vandamál, og ekkert sem þú gerir eða segir getur komið þér úr klípunni. Þú leitar samráðs við sjálfan þig í einverunni, en engin lausn hlýst af því. Með því móti endar þú alltaf einn.

Þetta er kreppa með engri lausn og engum sjáanlegum orsökum. Þetta er skrýmslið sem þú ert orðið.

Þetta á sér engin ítök í raunveruleikanum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *