Tilgangur lífsins

Tilgangur lífsins er að lifa þínu eigin lífi, á þann hátt sem þú kýst að lifa því. Ef mamma þín vill að þú lærir x fag í háskólanum, þá skiptir það engu máli. Þú lærir það sem þú vilt læra o.s.frv.

Það er tilgangur lífsins. Ef einhver mótmælir því vil ég heyra það, hér og nú, á kommentakerfi því er ég hefi útvegað á þessari bloggsíðu. Tilgangur lífsins er að njóta þess meðan það varir – hvort sem þú ert fátækur eður efnaður. Það skiptir engu máli, svo lengi sem þú nýtur þess. Þá er tilganginum náð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *