Dagur mogginn

Ágætis vinnudagur í dag þrátt fyrir eigin seinkomu. Keypti ég kaffi af vinnufélaga mínum og verður dreypt á því komandi daga. Var hackysack spilað grimmt og var það ánægjulegt mjög. Er þetta áreiðanlega leiðinleg færsla þrátt fyrir gleðilegt innihald.

Netmogginn
Hendrixgítar til sölu á uppboði. Því miður var ljósmyndarinn annað hvort fullur eða verra því gítarinn sést ekki.
„Stone Roses“ besta plata allra tíma. Er fólk enn að velja bestu plötur allra tíma?! Fær fólk aldrei leið á þessu?
Birgir Örn Steinarsson ræðir um The Cure. Kannski málið að skella sér?
Hnífanudd í Taivan. Jukk!
Tónlistarsmekkur Tarantinos er ekki frétt!!!
HAHAHAHAHA!!! Já, ég veit ég er vondur.
Útvarpsstöðin FM 957 fagnar 15 ára afmæli sínu meðan við, eðlilega fólkið, fellum tár.

Ég ætti samt kannski að reyna að finna upp á einhverju sjálfur í stað þess að blogga um moggann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *