108897850353625067

Eitt sinn sagði mér bloggfróður maður, sem nam blogg við Skopjeháskóla í Makedóníu, að bloggari sem gæti skotið á lesendur sína væri fullkomið dæmi um blogg með tryggan lesendahóp. Það hlýtur að gera mitt blogg að fullkomnu dæmi um blogg með ótryggan lesendahóp.

Ekki að mér sé ekki sama, því eins og áður hefur verið tekið fram – og það nokkrum sinnum – þá er ég engan veginn að blogga fyrir einhvurja ímyndaða lesendur, því ef svo væri, þá væri það nokkuð augljóst, er það ekki? Ég meina, hvernig gæti einhver fengið það út, með mið af hlutfalli brandara byggðum á einkahúmor og brandara sem höfða til breiðs hóps lesenda?

Annars verð ég að játa að mér stekkur alltaf bros á vör í þau örfáu skipti sem einhver kvartar yfir innihaldi Bloggsins um veginn. Og ekki bara vegna þess að mér er svo nákvæmlega sama. Svarið við þessu sést á undirtitli bloggsins, en það er ekki markmið þessa bloggara að halda einhverjum þræði. Þvert á móti er tilgangur bloggsins að varpa ljósi á hversdagslegt líf mitt, og þ.a.l. hlýtur það að fylgja í pakkanum að bloggið sé leiðinlegt.

Eflaust finnst einhverjum þeir hafa keypt köttinn í sekknum eftir lestur þenna.

Ceterum censeo Carthaginem esse delendam.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *