Daily Archives: 6. júlí, 2004

108915673890821083 0

Bloggari hefur fengið eina kvörtun vegna skorts á kommentakerfi. Er bloggari ánægður með fjölda kvartana, þótt minna mætti nú vera. Mun ég, tregur til, útskýra hvers vegna kommentakerfið er á bak og burt. Bloggari varð var við misnotkun kerfisins og ákvað að taka það jafn skjótt og hann áður hafði það gefið. Túlkun á því […]

108915201843475034 0

Ekki er langt síðan Sunnefa, frænka óhappabloggarans, fór til Bandaríkjanna að vinna sjálfboðavinnu. Ef einhver er í sömu hugleiðingum vil ég biðja viðkomandi að skoða þessa mynd og ákveða svo, hvort það sé ómaksins virði.

108915140905809303 0

Þessi lýsing getur eiginlega bara átt við einn sem ég veit um. Munu hinir þá væntanlega vera kvaðratvitar, þ.e. undir rót.

108913420322690244 0

Senn verð ég á faraldsfæti og mun för minni heitið til veitingastaðar nokkurs, er eigi skal nafngreindur, af einlægum ótta bloggara við paparazzi-ljósmyndara. Munu þar hittast Burs synir, kommabloggarinn og handbendi délistans ásamt sjálfum mér, og kverúlantast. Meðan ég skrifaði þessa færslu fór ég út og hótaði litlum krökkum alvarlegum líkamsmeiðingum, en þeir höfðu ráðist […]

108913183198301952 0

Ég hef fundið gott íslenskt orð yfir Karma, en það mun vera hringfjörvi. Tel ég það ágætt orð og mun ég aldrei nota annað orð yfir hringfjörva héðan af.