109812716255378199

Á svona dögum er lífið kalt og hræðilegt. Ofnarnir eru farnir að gefa sig og heimilið er í lamasessi. Enginn getur sig hrært af kulda nema hann sé undir sæng. Mér verður ekkert úr verki, enda er mér kalt og mér líður önuglega; eins og ég sé á síðasta snúningi með allt sem gera þarf (sem mögulega er satt).

Bráðum neyðist ég til að yfirgefa mishlýja íbúðina og halda út í kuldann. Fáu kvíði ég eins mikið. Öllu heldur vildi ég geta legið í makindum undir sænginni minni með bestu bók í heimi (Bréf til Láru?), ógrynnin öll af snittum, snakki og fínum puttamat, nóg að drekka og köttinn malandi ofan á mér. En það kemur ekki til greina fyrir nútímamann á tækniöld að leyfa sér slíkar nautnir og sóa þar með dýrmætum tíma í sjálfan sig sem ella hefði verið hægt að nota í eitthvað pródúktívt.

Ansans ansans ekkisens vesen.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *