Varizt posann!

Varið ykkur á posanum í afgreiðslu Bókhlöðunnar! Munið bara: Það er heimild á kortunum ykkar – það er posinn sem er bilaður. Ég fékk áfall áðan þegar ég hugðizt borga lítilmótlega 400 króna skuld mína og fékk synjun.

Við heimkomu beið mín veglegt umslag frá Samtökum herstöðvaandstæðinga. Það er alltaf gaman að fá póst, en ég var farinn að gera mér vonir um að enn ein aumingjans sálin hefði sent mér doktorsritgerðina sína til yfirferðar, en svo var nú aldeilis ekki.

Einnig var þar bréf frá Bókhlöðunni. Þar stóð að skuld mín við safnið væri greidd. Það var nú skrýtið. Annaðhvort er póstþjónustan altof (já, ég sagði altof!) góð eða safnið gerði feil. Seinni kosturinn er þó ólíklegri, enda gera starfsmenn Hlöðunnar aldrei feila.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *