Stjórnmálafræði

Ég hef hræðilegan grun um að stjórnmálafræðikúrs annarinnar verði hreinn hryllingur. Þar kemur ýmislegt inn í. Hér eru nokkur valin atriði:

1. Kennarinn hefur ekki hugmynd um hvað hún er að gera.
2. Kennarinn þrástagast á að sínar skilgreiningar séu réttar vegna þess að eitthvert fífl ákvað að svo skyldi vera. Það er eðlilegt nema fyrir það að skilgreiningarnar eru sumar hverjar fáránlegar.
3. Ramminn sem settur er um námsefnið steingeldir það.
4. Lítill sem enginn grundvöllur er fyrir málefnalega umræðutíma. Það má m.a. rekja til liðar tvö.
5. Að sitja í tímum þar sem hamrað er á skilgreiningum antíkrists, hjákátlegum skýringarmyndum sem styðjast ekki við mannleg rök (kennarinn fékk það út að fiskur væri veiddur, unninn, étinn og færi svo aftur ofan í sjó til að vera veiddur, unninn og étinn!), barnalega fáránlegum útskýringum á borð við „sjálfstæðismenn sjá allt gegnum sín bláu gleraugu“ og þar sem ekkert nýtt lærist, það er verra en að vera étinn af hákörlum.

Þetta kalla ég að þurfa að standa sína plikt. Plikt dauðans. Æ, voðalega er erfitt að gera mér til hæfis.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *