Daily Archives: 14. febrúar, 2005

Afnotagjöldin verða þau sömu 0

Nú fagna allir þeim tíðindum að fella eigi niður afnotagjöld Ríkisútvarpsins. En enginn gerir sér grein fyrir því að þau verða eftirleiðis innheimt með nefskatti. Þetta er því aðeins tilfærsla, en ekki niðurfelling.

Tilvitnun dagsins 0

Svo ég haldi áfram á sömu braut: „Skömmu síðar andaðist Emolon, þreyttur á lífinu í Fjósakonunum. Og það nær saman, sem saman vill. Í næsta lífi fæðast þau Emolon og Memblóka norður í Mývatnssveit, þar sem fólkið er svo andlegt. Þau giftast og reisa bú. Nokkru síðar vill svo til, að Memblóka bjargar folaldi nábúa […]

Ritstjóri Morgunblaðsins 0

Það þarf ekki að kunna íslensku til að vera ritstjóri Morgunblaðsins, a.m.k. ef miðað er við forsíðufyrirsögnina góðu um afnotagjöldin frá í gær. Þaðan af síður er ritstjóri Morgunblaðsins framsækinn guðhræddur umhverfis- og frelsisunnandi. Hann er afturhaldssinnað fífl og lítið meira.

Nei, fíflin ykkar !!! 0

Hver andskotinn er að fólki að láta sér detta það í hug að rýma Laugaveginn fyrir nýbyggingum? Bráðum lítur allur miðbærinn út eins og hús Iðunnar við Lækjargötu; eins og eitthvað tekið úr rassgatinu á Halldóri Ásgrímssyni. Já, það var lóðið, rústið borgina rétt meðan Árni Þór er í útlöndum og getur ekki varið hana […]