Þvílíkt útsýni!

Nasa heldur áfram að skapa goðsagnir. Þeirra orða verður svo sannarlega minnst þegar fyrsti geimfarinn til að snúa sér við á sporbaugi og skoða jörðina mælti, svo undir tók í alheiminum: Þvílíkt útsýni! Á hann verður án efa minnst í sömu andrá og Neil Armstrong, sem einnig gerðist orðheppinn úti í geimi. Svo sannarlega hefur enginn geimfari síðastliðinna fimmtíu ára sagt neitt í líkingu við þetta áður, og má Soichi Noguchi prísa sig sælan með að hafa skapað sér þvílíkt nafn, þvílíka goðsögn meðal geimfara, að hafa fyrstur manna látið sér detta í hug þessi fleygu orð, sem án efa munu móta kynslóðir komandi geimfara. Mannkynið bíður endurkomu þinnar fagnandi, herra Noguchi, lávarður himinhvolfsins.

Svefnleysi og 18. aldar pönk

Skrýtið að ég sé ekki sofnaður enn. Sérstaklega þar sem ég vaknaði upp af undarlegum draumi með andfælum klukkan átta í morgun þar sem mig dreymdi að ég væri Indiana Jones að slást við heilan her af svörtum köttum. Það verður ekki aftur sofnað eftir slíkt.

Raunveruleg ástæða svefnleysisins hlýtur að vera sú að ég rakst á tablature fyrir Für Elise á netinu og hef ekki getað hætt að spila það. Rétt í þessu spilaði ég það. Og ég er að hugsa um að spila það einu sinni enn fyrir svefninn. Grannarnir geta varla kvartað. Þeir mega bara vera ánægðir með að ég fann ekki Sex Pistols. En hver veit nema Für Elise hafi þótt hin argasta graðhestatónlist á sínum tíma og Beethoven sjálfur álitinn hinn versti pönkari. Ludwig „der Punker“ van Beethoven.

112258625802755829

Ég mæli með því að lesendur lesi þessar fáu tilvitnanir sem Hreinn Hjartahlýr hefur valið úr gamla testamentinu. Þær segja lengri sögu, ef vel er að gætt.

Annars hafði ég mesta gaman að útvarpsþætti Atla Freys um suðurþýskt jóðl. Þátturinn var jafngóður og efni hans er steikt. Sumsé stórskemmtilegur. Og þessir Rhembræður eru nú meiri kallarnir.

En senn held ég niður í bæ að sjá Sin City. Miðað við hve ánægður ég var með Blökuna get ég vart trúað öðru en að þessi verði betri. Annars er ég eiginlega alveg hættur að fara í bíó. Það kostar einfaldlega of mikið.

Strætó

Rétt í þessu, sem ég kem úr bankanum sé ég mann bíða eftir strætó. Sjálfsagt hefur hann beðið eftir fjarkanum, því þegar tólfan kom hristi hann höfuðið til vagnstjórans til merkis um að hann kæmi ekki með. Svo, þegar það var um seinan, áttaði hann sig á mistökum sínum og hljóp á eftir vagninum, sem þá var kominn of langt í burtu. Eldra fólk en hann gæti beðið í heilan dag án þess að gera sér grein fyrir því að fjarkinn er orðinn að tólfunni. Nýja kerfið er ekki betra en það gamla, en það er hins vegar grunnur að betra kerfi. Og það er vonandi að fólk þurfi ekki of langan aðlögunartíma.

Komandi dagar

Enn er ýmislegt sem mig vanhagar fyrir Spánarför mína eftir sex daga. Ég þarf að kaupa mér buxur, greiða reikningana, sækja pin-númerin mín í bankann og tæma myndavélina. Eins gott er að hafa hraðar hendur svo ég nái þessu nú örugglega. Með tvo vinnudaga framundan og verslunarmannahelgi er best að gera sem mest í dag. Annað frestast fram á þriðjudag eða, í versta tilfelli, fram á miðvikudag.

Ekki man ég eftir einni verslunarmannahelgi sem mér þótti sérlega skemmtileg, nema auðvitað þeirri í fyrra, en þá var ég ekki á landinu. Verslunarmannahelgin er sumsé best þar sem ekki er haldið upp á hana. Eins og í Reykjavík, en þar er best að vera meðan ósköpin dynja yfir. Grey verslunarfólkið vinnur hvort eð er eins og skepnur eins og hverja aðra helgi. Að ég tali ekki um hryllinginn sem það hlýtur að vera að vinna á einhverjum matsölustaðnum í Eyjum.
Hvað fær fólk eiginlega til að ferðast þangað unnvörpum, liggja inni í tjöldum í rigningunni og hlusta á Árna Johnsen? Getur þetta talist eðlileg hegðun, eða eru þetta bara ósjálfráð viðbrögð sextán ára unglinga við fjölda taugaboða sem hlaupa af stað við að heyra minnst á taumlaust fyllerí fjarri gínandi vendi foreldrahúsa? Nei, hvernig sem á þetta er litið finnst mér allar Eyjaferðir álíka mikið anómalí og ef kóngafiðrildi streymdu á Suðurpólinn og mörgæsir lærðu að fljúga, færu til Ástralíu og gætu börn við strútum. Ojbara, en sú hugmynd!

Skörp kúvending til hins betra

Ég er ánægður með plaggið sem ég fékk frá skattinum. Það sér fram í tímann. Það segir sögur af tímum allsnægta, ríkidómi og stráum sem smjör drýpur af. Það ber von í skauti sér. Og fögur fyrirheit um unaðslega sælureiti, hvar fagurkerar andans dreypa lítið eitt á víni og syngja undursamleg munarljóð til hins stjörnubjarta himins Alhambra.

Ójá. Ég fæ formúgu fjár frá skattinum á föstudaginn. Bless, reikningar. Sé ykkur í helvíti!

112247976304954635

Þetta trampólínæði er nú meiri vitleysan. Enn meiri vitleysa var þó þegar vélsleðar þóttu vinsæl fermingargjöf fyrir um þrettán árum. Einnig færist það sífellt í aukana að 17 ára krakkar fái bíla í afmælisgjöf. Við horfum til framtíðar með öndina í hálsinum þegar fallhlífar og sveðjur verða normið meðal fermingar- og afmælisgjafatrendsettera. Sjáiði bara til, því bráðum finna menn upp fleiri aðferðir til að drepa börn og unglinga en að gefa þeim trampólín og bíla. Unglingalaust Ísland árið 2020? Já, ég sé það fyrir mér.

Annars hyggst alheimsmót jólasveina álykta með Evrópusamþykkt um staðlaða breidd reykháfa. Ekki verður annars spurt en hvort eitthvað vanti í hausinn á þessu liði.

Mótmælandi Íslands

Að sjálfsögðu var ég límdur við skerminn að horfa á Mótmælanda Íslands áðan. Helgi Hóseasson er merkilegur maður og ekki er útséð um hvernig Íslendingar munu koma til með að spjara sig án hans þegar karlinn hrekkur upp af á endanum. Í það minnsta missir Langholtsvegurinn allan status meðal gatna í Reykjavík.

Það er einfalt mál að með lítilli lagasetningu er hægt að heimila Hagstofunni að afskrá skírn fólks. Ætli þvermóðsku ríkisins megi ekki útskýra þannig að þeir óttist fjöldaafskírnir fyrir bragðið. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Æ fleiri taka þá afstöðu með hverju ári sem líður að það sé brot á mannréttindum að skíra varnarlaus ungabörn í mögulegri óþökk þeirra. En kirkjan veit sem víst er að best er að ná þeim á unga aldri. Og hver annar en ríkið er varðhundur kirkjunnar.

112240810519973107

Ég get vel skilið hvers vegna Tom Cruise er svo heillaður af Vísindakirkjunni (e. scientology (vísindafræði?)). Þetta eru merkileg fræði. Sjáið bara þessa tilvitnun í uppeldisfræði kirkjunnar, rauð undir- og yfirstrikun er mín og innskot eru merkt með hornklofum:

„Children are not dogs. They can’t be trained like dogs are trained [sjáum hvað þeir segja aðeins neðar]. They are not controllable items. They are, and let’s not overlook the point, men and women. A child is not a special species of animal distinct from man [!]. A child is a man or a woman who has not attained full growth [þetta vissi ég ekki!].Any law which applies to the behavior of men and women applies to children.
… Doubtless, some people were so poorly raised they think control is the ne plus ultra (highest point) of child raising. If you want to control your child, simply break him into complete apathy and he’ll be as obedient as any hypnotized half-wit. If you want to know how to control him, get a book on dog training, name the child Rex and teach him first to “fetch” and then to “sit up” and then to bark for his food. You can train a child that way. Sure you can. But it’s your hard luck if he turns out to be a blood-letter (a person who causes bloodshed)“.

Þetta eru mögnuð fræði. Sem betur fer eru til svona snillingar sem geta sagt fólki hvernig á að ala upp börnin sín. Ennfremur er gott að einhverjir segja loksins sannleikann um Geimsambandið og geimverur:

„L. Ron Hubbard [stofnandi Vísindakirkjunnar] writes that, 75 million years ago, the head of the Galactic Federation, made up of 76 planets, was a being named Xenu [frumlegt]. Faced with an overpopulation problem, he brought beings to this planet, blew them up with hydrogen bombs, and packaged them. Their spirits now infest our bodies: he says „One’s body is a mass of individual thetans stuck to oneself or to the body.“ Scientologists at this level try to rid themselves of these thetans (spirits) by helping each one to remember the painful experiences of being blown up like that“.

Og sannleikurinn um sálfræðinga og geðlækna er vitaskuld þessi:

„Scientology teaches that psychology is worthless and psychiatry is destructive. In their official publication What Is Scientology?, they state that psychology „provides no means of producing actual improvement“ and that psychiatry has „no tools at all for dealing with the mentally ill„. According to the book, psychiatry stands for „ineffectiveness, lies and inhuman brutality. Its basic assumption revolved around the idea that with enough punishment, anyone could be restored to sanity …“ However, in more advanced Scientology studies, members read a Scientology bulletin called „Pain and Sex“, which states that sex is unnatural for humans and a perversion, and that sex was invented by psychiatrists millions of years ago to trap us. It says that „pain and sex were the INVENTED TOOLS of degradation“ created by psychiatrists, and „the stocks-in-trade of psychs [geðlyf] are PAIN and SEX.“ This is a key teaching behind Scientology’s vehement opposition to all forms of psychiatry – the bulletin says that psychiatrists „have been on the (time) track a long time (in other words, they’ve been around for millions of years) and are the sole cause of decline in this universe„“.

Sign me up, doc! Vísindin eru augljóslega á villigötum, eins og þegar hefur verið bent á:

„Furthermore, psychiatry is a pseudo-science, just like so-called social science, as Cruise said. There are several psychiatric theories floating around, some of them contradictory [eins og með öll vísindi. Hins vegar eru kennisetningar Vísindakirkjunnar fullkomnar, eins og sést á ofangreindu]. Sigmund Freud [var ekki sálfræðingur, heldur sálgreinir og læknir] has been thoroughly discredited [það ætla ég að vona]. Alfred Kinsey turned out to be an entomologist, not a psychologist, who preferred to interview convicted pedophiles, who are hardly an objective source on normal sex habits“.

En vitaskuld verða alltaf þeir sem neita að horfast í augu við staðreyndirnar og reyna að láta hann hljóma fáránlega. Sem betur fer fyrir auðginntan almenning hafa vísindafræðimenn svör á reiðum höndum:

„Scientologists argue that accounts of teachings such as the Xenu story are pulled out of context for the purpose of ridiculing their religion. Journalists and critics of Scientology counter that Xenu is part of a much wider Scientology belief in alien past lives, some of which has been public knowledge for decades. For instance, Hubbard’s 1958 book Have You Lived Before This Life documents past lives as described by individual Scientologists during auditing sessions. These included incidents such as being „deceived into a love affair with a robot decked out as a beautiful red-haired girl“, being run over by a Martian bishop driving a steamroller, being transformed into an intergalactic walrus which perished after falling out of a flying saucer and being „a very happy being who strayed to the planet Nostra 23,064,000,000 years ago„“.

Og þar hafið þið það! Og þið ykkar sem haldið því fram að Tom Cruise sé hálfviti fyrir að trúa þessu megið bíta í þetta súra epli:

„Well, in the first place, actors are human beings and can know anything anyone else can [continue, my dear dr. Watson]. Just because a person is an actor doesn’t mean that he is dumb. Cruise started with nothing and has forged himself a successful career in a viciously competitive and cutthroat business. Dumb people can’t do that“.

Vísindakirkjan, eða Scientology, er þar af leiðandi hinn eini rétti sannleikur. Q.e.d.