112258625802755829

Ég mæli með því að lesendur lesi þessar fáu tilvitnanir sem Hreinn Hjartahlýr hefur valið úr gamla testamentinu. Þær segja lengri sögu, ef vel er að gætt.

Annars hafði ég mesta gaman að útvarpsþætti Atla Freys um suðurþýskt jóðl. Þátturinn var jafngóður og efni hans er steikt. Sumsé stórskemmtilegur. Og þessir Rhembræður eru nú meiri kallarnir.

En senn held ég niður í bæ að sjá Sin City. Miðað við hve ánægður ég var með Blökuna get ég vart trúað öðru en að þessi verði betri. Annars er ég eiginlega alveg hættur að fara í bíó. Það kostar einfaldlega of mikið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *