Skítaviðhorf

Um daginn leit ég við á trúarbragðaumræðu umræðuvefs Vísis og sá eftirfarandi orð, sem í hæsta máta en aðeins tæplega svo, væru afsakanleg fyrir tólf ára krakka sem veit ekki betur:

„Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn-reglunni verður að beita af skynsemi, þannig að refsingin hæfi glæpnum. T.d. er sanngjarnt að Hákon Eydal verði aflífaður í staðinn fyrir að fá að vera á Hóteli Litla-Hrauni í 12 ár, svo er hann frjáls til að fá sér nýja konu til að myrða […] Ég reyndi einu sinni að skrifa lesendabréf til DV um að það ætti að aflífa Hákon Eydal. Þeir neituðu að birta það, því að DV var orðin málpípa Hákonar“.

Svona fíflakomment eru aðeins til þess gerð að reita mig til reiði. Já, það verður að beita reglunni af skynsemi, en það verður aðeins gert með því að beita henni alls ekki. Það er ekki sanngjarnt að aflífa Hákon Eydal eða nokkurn annan mann, sama hvern andskotann þeir kynnu að gera eftir vistina á Hrauninu, sem er að sögn enginn fínerísstaður og þaðanafsíður hótel. Svona ofsatrúardjöfulsinssiðleysi á ekki að líða nokkrum manni og annar eins viðbjóðsþankagangur ætti fremur að gefa tilefni til meðferðar en rökræðna. Það verður ekkert debatt um siðferði manndráps. Það er með öllu siðlaust, sama hverjar kringumstæðurnar eru, og þeim fanatíkerum sem leyfa sér aðra skoðun væri hollara að þegja um þá skoðun og ekki viðra þá staðreynd að þeir eru klikkaðir og samfélagi sínu til sárrar óþurftar. Það þarf ekki frekar vitnanna við.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *