Tímasprengja

Í dag skynjaði ég skyndilega hvernig vinnan hefur firrt mig. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru ekki fólk lengur, heldur mergð af óviðfelldnum, mannfjandsamlegum, sálarlausum, gargandi skrýmslum. En það er kannski ekkert skrýtið. Þar sem fólki er hvað ofan í annað borið á brýn að vera umburðarlausir skíthælar með enga þjónustulund, oftast nær að ástæðulausu, hlýtur það á endanum að verða þannig. Og í dag fann ég semsagt áþreifanlega breytingu á sjálfum mér. Það hræddi mig svo ég lagði hart að mér að gera allt í mínu valdi til að þjónusta skrýmslin skikkanlega, sama hvort þau sýndu fjandsamlega tilburði eður ei. Og aldrei sljákkaði í égerauðmjúkurþrællþinnbrosinu.

Mér leið betur eftir daginn fyrir vikið, en ég sé að þetta gengur ekki til lengdar. Einn daginn mun ég snappa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *