Monthly Archives: október 2005

Enn eitt vinnubloggið 0

Í vinnunni í gær var maður sem leit nákvæmlega út eins og Sean Connery. Í vinnunni í dag var maður sem leit nákvæmlega út eins og Orlando Bloom. Hef ég það að sönnun fyrir því að tímarnir verða aðeins verri. Í lok vinnudagsins þurfti ég að afgreiða mann sem leit út eins og fífl. Þegar […]

Hversdagsblogg 0

Þá sem ég afgreiddi í versluninni í dag má telja á fingrum annarrar handar. Það gefur tilefni til þakklætis gagnvart veðuröflunum. Vona mín vegna að stormurinn haldist yfir helgi. Svo er líka svo notalegt að standa í hlýjunni heima hjá sér og horfa út í bylinn, jafnvel með tebolla um hönd. Í lok vinnudagsins keypti […]

Gamlir málshættir 0

Maginn er lykillinn að hjarta mannsins, hefur oft verið sagt. Kannski það sé þess vegna sem pör í tilhugahugleiðingum eru síétandi á veitingastöðum, kannski þau séu að reyna að éta í sig ástina?

113050631881020845 0

Það er ömurlegt veður úti. Akkuru?! Í öðrum fréttum ætlar Anders Fogh að reyna að hindra allar tilvonandi hryðjuverkaárásir í Danmörku. Það sé ég fyrir mér nokkurnvegin svona: Nej! De har sprængt pølsevognen! Hvor i helvede var fænden han Anders Fogh da terroristerne kom til vores fantastiske by?! Ahm, jeg snakkede med dem og de […]

Öfganáttúruvernd 0

Hugsið ykkur morðingja með nytjastefnu – eignast þrjú börn fyrir hvern þann einn sem hann drepur. Væri hægt að kalla það morðingja með samvisku? – Þetta gæti verið úr hugmyndafræði þeirra spekinga og öfgagrænfóðursjaplara sem telja allt myrt sem ekki dó sjálft, enda þótt bætt sé upp fyrir það, t.d. þrír græðlingar fyrir hvert tré, […]

Vrövl 0

Hámarksumferðarhraði á Suðurlandsbraut hefur verið hækkaður úr 50 í 60. Hvers vegna? Vegna þess kannski að fólk hefur alltaf keyrt þar á 60? Er það í lagi þess vegna? Keyrir fólk þá ekki bara á 70, fyrst flestir telja að tíu yfir sé í lagi? Var einhver þörf á þessari breytingu? Þessu velti ég fyrir […]

Lestrarhlé mín og vitfirra 0

Ég er nærri því búinn með Sjálfstætt fólk. Ég hef verið í lestrarhléi í tvo tíma, enda þótt ég eigi aðeins rétt rúmar tuttugu síður eftir. Þetta kalla ég að fresta því að ljúka bókinni, og ég geri þetta alltaf þegar ég sé fyrir endann á bók, án þess þó að vita hvers vegna ég […]

Auglýsing 0

„Allir krakkar í skýjunum! Þau eru komin í áhöfn Icelandair: Íþróttaálfurinn, Glanni glæpur, Solla stirða og allir hinir í Latabæ! Lazy Town matarbakkar, sjónvarpsþættir, litabækur o.fl.“ Hvernig dettur þeim í hug að kalla þetta Lazy Town?

Hinir hinstu og verstu eins og ávallt 0

Eins og það var nú hljóðlátt í þessu húsi hér áður fyrr. Nú heyrist barnsgrátur að neðan, bankedíbank að ofan og rifrildi hinum megin frá; alstaðar kliður og læti. Eitt sinn bjó hér aðeins gamalt fólk. Ég get ímyndað mér að það hafi svipt það sálarró og suma hverja lífinu þegar foreldrar mínir fluttu hingað […]

Erfið nótt 0

Í nótt dreymdi mig þá hryllilegustu martröð sem mig hefur nokkru sinni dreymt. Hún var það ógeðfelld að ég held ég láti ógert að segja frá henni við nokkurn mann. Ég segi hins vegar þetta: Það þarf mikið til að láta kalt vatn renna mér milli skinns og hörunds í hvert skipti sem ég hugsa […]