Sameiningarkjaftæði

Ég hef velt því fyrir mér hvaða akkur menn sjá sér í að sameina sem flest og fjarlægust sveitarfélög. Græðir einhver á því að þvinga nokkurhundruð manna byggðarlög til sameiningar við tugþúsunda sveitarfélög? Ekki fæ ég séð að arðurinn sé mikill. Hins vegar gæti ég trúað því að kostnaður aukist fyrir sveitarfélögin og þjónusta verði verri fyrir byggðarlögin. Þá skil ég sameiningarmaníuna, því auðvitað má ríkisstjórnin ekki fara vel með völdin, sjálfsagt halda ráðherrar keppni að hverju kjörtímabili nýhöfnu yfir þau illvirki sem þeir gerðu kjósendum sínum á síðasta kjörtímabili og voru samt kosnir aftur. Að mínum dómi ætti bara að leyfa landsbyggðinni að standa í sínum sameiningaráformum helst án milligöngu ráðherra. Ráðherrar vilja alltaf ná öllu í gegn, sama hvort aðrir vilja það eða ekki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *