Daily Archives: 18. nóvember, 2005

Omnipotens 2

Þessa hugmynd að myndasögu fékk ég fyrir fimm árum. Fimm árum! Og ég teiknaði hana líka, en ég henti henni. Henti henni! Vegna þess að hún er léleg!! Og þessi, þrátt fyrir stílíseraðri teikningar, er margfalt verri en sagan mín! Ego potentissimus!!! Mouahhmouahh!!!!! Þessi saga er samt frábær. Og þessi. Og þessi. Og þessi. Og […]

Kommusetningar 2

Kommusetningar eru merkingarlega mikilvægar. Það er til dæmis talsverður merkingarmunur á setningunum ek vil engi hornkerling vera og ek vil engi, hornkerling vera. Önnur vill ekki vera hornkerling en hin vill ekki aðeins það heldur vill hún einnig eiga engi. Því þarf að gæta vandlega að hvort eða hvar þarf að setja niður kommur. Ómerkilegri […]

Smásaga 0

Ég var að byrja á smásögu eftir tæplega tvö ár af engu. Á hálftíma tókst mér að koma frá mér tæpri blaðsíðu óhreinskrifaðri. Þá vissi ég ekki meir. Ég veit aðeins það, að það sem prýðir þessa blaðsíðu, því þarf að dreifa jafnt og þétt yfir fleiri blaðsíður. Þá er ekki gott að skrifa línulega, […]

Salka Valka 5

Ég skrapp í Borgarleikhúsið að sjá Sölku Völku í gærkvöldi. Ég var nokkuð ánægður með sýninguna, þótt ýmislegt vantaði kannski upp á, en um það er ég líklegast síðasta alræðisvaldið þar sem ég hef ekki lesið bókina. Hinsvegar verður þess líklegast ekki langt að bíða að ég geri það, nú þegar áhugi minn á sögunni […]