Monthly Archives: desember 2005

Vandræði í paradís 6

Það hefur komið í ljós að menn þurfa að skrá sig inn sem notendur að Blogginu um veginn til að geta skilið eftir athugasemdir undir nafni. Þar sem ég kann ekki að skrá notendur (og vil það ekki, ég vil að menn geti skilið eftir sínar athugasemdir án þess að þurfa að skrá sig inn […]

Gamlárskvöld 0

Utan sprengingarnar sem hafa varað nú í nokkra daga líður mér ekki eins og það sé komið gamlárskvöld. Áramótin hafa hingað til alltaf verið mjög áþreifanleg fyrir mér sem tímamót, endir hins gamla og upphaf einhvers enn betra, eða það hefur mér í það minnsta fundist. Nú finnst mér dagurinn hafa verið svo óræður, svo […]

Spurning dagsins 6

Er til eitthvað hallærislegra en inngangsmyndskeiðið (svo ekki sé minnst á þemalagið) að Kastljósinu?

Jamm 2

Í dag gerðist ég svo frægur að afgreiða ekki aðeins Steingrím Jóhann Sigfússon (þá hefur VG-þrenningin öll notið minnar ljúfu þjónustu) heldur einnig Katrínupúnkturis. Þeirri síðarnefndu láðist mér að segja að skúffurnar fylgja ekki skrifborðinu. Ég vona að hún hafi vitað það … Síðan er enn í skralli en við vonum að það lagist fljótlega. […]

Síðan í skralli 4

Síðan er öll í drasli eftir umskiptin og ég verð að játa mig sigraðan. Kerfið er svo einfalt að mér er fyrirmunað að læra á það. Ég get til dæmis ekki eytt þessum bjánalegu tenglum á þetta útlenda lið sem ég þekki ekkert, né heldur bætt inn mínum eigin, né neitt. Jahérna, en þetta hlýtur […]

Jólagjafir o.fl. 2

Margt fékk ég ágætt í jólagjöf nú í ár. Raunar fékk ég flesta pakka, aldrei þessu vant. Þegar ég var lítill fékk ég iðulega flesta pakka, vandist svo af því upp úr gelgjunni og finnst það núna ekkert skemmtilegt að fá fleiri pakka en aðrir. Af því sem ég fékk mætti helst nefna ljóðabókina Hætti […]

Aðfangadagur jóla anno 117 post Þórbergur 6

Eru jól? Mér finnst þau ekki eigi að koma fyrr en eftir viku. Hvernig væri að hafa aðfangadag alltaf á fyrsta almennilega snjódegi desember eða seinna? En það er lítið hægt að gera í því núna, svo ég óska öllum (þér líka) æðislegra jóla og góðs gengis við að fræsa út skötulyktina frá því kvöldinu […]

KOЯN 4

Er ömurleg hljómsveit. Það sést best á stafsetningunni, ef tónlistin var þá ekki nógu fráhrindandi. Ætli rússar tali um Kojan? Nei, áreiðanlega eru þeir kúltíveraðri en svo. Sannur rússi léti ekki sjá sig talandi um lægri listir en Púskín og Dostójevskí, jafnvel þótt hann stæði milli bolsévískrar aftökusveitar og afturgöngu Ívans ógurlega, hver héldi á […]

Jólatónleikar 2

Ég lét loksins verða af því og fór á jólatónleika í gærkvöldi. Tónleikarnir voru haldnir í Víðistaðakirkju og þar sungu MS-kórinn og unglingakór kirkjunnar. Báðir kórar stóðu sig frábærlega, vissulega þekki ég ýmsa og margvíslega úr MS-kórnum og þarf því að þykja hann betri (nei, það er ekki hægt að bera svona saman), en best […]

S.s. 1

Nei, ekki þeir, heldur skammstöfunin. Hvarvetna finnst mér ég rekast á ranga notkun skammstöfunarinnar s.s. sem stendur fyrir svo sem og er oft notuð á undan upptalningu. Hún stendur ekki fyrir sumsé eða samasem, þótt merkingarlegur munur sé ekki ávallt mikill m.t.t. samhengis. Ég veit ekki hvort einhver regla gildi um það, en mér þykir […]