Syrt í álinn

Þursabitið hefur færst upp á kinn. Líklegast er þetta tannrótarbólga en ekki þursabit.

Ég er einnig haldinn nokkrum einkennum flensu. Eftir daginn í dag, því í dag verður allt vitlaust að gera, er líklegt að ég leggist fyrir.

Í nótt hélt hrafn vöku fyrir mér og boðaði feigð mína á gluggann. Það er ekki að ósekju að í mig er kominn smá Ó. Kárasonfílingur, sem hafði heila sem var vaxinn út í eyrað öðrumegin, tæringu, lungnabólgu og hvaðeina.

6 thoughts on "Syrt í álinn"

 1. Hildigunnur skrifar:

  ojbarasta!
  láttu þér nú batna fljótt 🙂

 2. Silja skrifar:

  Ég er farin að hafa áhyggjur af þér Arngrímur minn, mér finnst þú svo oft lasinn :S Er það kannski bara eitthvað bull í mér? Vona allavega að þetta lagist fljótt!

 3. Silja skrifar:

  HAHA, já. Jæja, annað af tveimur er þó eitthvað 😛

 4. Arngrímur skrifar:

  Ágætis byrjun? 🙂

 5. Arngrímur skrifar:

  Ég reddaði mér tímabundið með panódíl 🙂

 6. Arngrímur skrifar:

  Ég er kannski bara svona mens sana in corpore non sano týpa.

Lokað er á athugasemdir.