Kitlaður (meira samt eins og að vera kýldur)

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Finna mér konu.
2. Gefa út bók.
3. Ljúka doktorsprófi í a.m.k. einu fagi.
4. Ljúka BA-gráðu í a.m.k. þremur fögum.
5. Flytjast búferlum til Ítalíu.
6. Ferðast um víðan og breiðan heiminn.
7. Bæta sjálfan mig.

Sjö hlutir sem ég get:
1. Ort ljóð undir ýmsum háttum.
2. Spilað á gítar.
3. Sýnst hrokafullur.
4. Talað endalaust um bókmenntir.
5. Lesið kýrillíska stafrófið.
6. Státað mig af ítarlegri móðurmálsþekkingu þrátt að kunna nær engin málfræðihugtök.
7. Verið mjög persónulegur.

Sjö hlutir sem ég get ekki:
1. Hlegið.
2. Þóst hlæa.
3. Viðurkennt orðið hlæa með j-i.
4. Lesið flestar nútíðarbókmenntir.
5. Viðurkennt skáldsnilld Eggerts Ólafssonar.
6. Staðið á mér að leiðrétta þegar ég veit eða þykist vita betur.
7. Blístrað.

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Persónuleiki sem svipar til míns (flest annað hér fellur undir sömu kategóríu).
2. Vitsmunir.
3. Augun. Þau ljúga aldrei.
4. Estetískt gildismat.
5. Viss pólitísk oríentasjón.
6. Fögur ásjóna (ekki lýg ég öðru).
7. Samræðugeta (sumir geta einfaldlega ekki átt í samræðum).

Sjö frægir kvenmenn sem heilla mig:
1. Beatrice hans Dantes.
2. Venus frá Míló.
3. Lenore hans Poe.
4. Helena fagra, greyið.
5. Sharbat Gula.
6. Elísabet I. Englandsdrottning.
7. Júlía, úr Rómeó og-.

Sjö orð eða setningar sem ég segi oftast:
1. Nei.
2. Ha?
3. Kemurðu á kaffihús?
4. Þetta er mesta snilld sem skrifuð hefur verið á íslenska tungu!
5. Eru það ekki bara rúnkbókmenntir?
6. Þetta eru bara sinnulausir ræflar!
7. Þessi vara er því miður ekki til.

Sjö manneskjur sem ég ætla að kitla:
1. Alli.
2. Hjördís.
3. Þorkell, því honum finnst svona svo skemmtilegt.
4. George Bush.
5. Silja.
6. Sunna.
7. Magga Svava.

4 thoughts on “Kitlaður (meira samt eins og að vera kýldur)”

  1. Það er reyndar alrangt að ég hafi gaman að þessu bulli. Hef verið kítlaður áður og skoraðist undan því og hef ákveðið að gera slíkt hiða sama núna. Þakka engu að síður hugulsemina 😉

Lokað er á athugasemdir.