Ég verð ekki í fríi á baráttudegi verkalýðsins á morgun. Það er vegna þess að frá klukkan sex í kvöld hef ég verið atvinnulaus. Vonir standa þó til að það verði ekki lengi, bókasafnið sveik mig um svar fyrir vikulok svo ég neyðist til að hringja sjálfur á þriðjudaginn. Mikið er nú samt gott að […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 30. apríl, 2006 – 19:30
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Fyrir sýndarmennsku sakir tek ég fram að síðastliðið föstudagskvöld fór ég með góðu fólki út að borða á Rossopomodoro. Ég er að hugsa um að gera það mánaðarlega, það er nefnilega svo ódýrt. Maturinn er líka ágætur. Finnst samt ekkert sérlega heillandi að þurfa að horfa á kokkana elda hann. En kannski er þetta framtíðin. […]
Categories: Hugleiðingar
- Published:
- 30. apríl, 2006 – 00:19
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Næstsíðasti vinnudagurinn liðinn og enn hef ég ekkert prakkarastrikast, eins og menn kalla það. Augljóslega er aldurinn að færast yfir mig, fyrst mér kemur ekki til hugar að stelast út í sígó (harðbannað), vera of lengi í kaffi, láta mig hverfa tímunum saman (eins og sumir) eða vera með tilgangslaus uppsteit við yfirvaldið (aftur, eins […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 29. apríl, 2006 – 18:56
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Þetta hér eru einhverjar þær bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi.
Categories: Pólitík,Trú
- Published:
- 28. apríl, 2006 – 13:27
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Það er blíðskaparveður. Skrapp aðeins upp í skóla að fá lánaða bók og langaði varla heim aftur. Núna vildi ég geta setið við tjörnina og kastað brauðmylsnu fyrir endurnar (orðið dálítið langt síðan síðast), en ég þarf að vinna. Síðasta vinnuhelgin. Ó, hví kom hún ei fyrr?
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. apríl, 2006 – 13:01
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég hef alltaf talið Elliðaárdalinn sannkallaða vin í skrælnaðri eyðimörk Reykjavíkur, og í gærkvöldi ákvað ég að fara þangað fyrsta sinni á ævinni, til að létta á þunga skapinu sem ég var í. Hvað gæti verið betur til þess fallið að létta á skapinu en að ganga um síðasta náttúrlega landslag höfuðborgarinnar á hlýju vorkvöldi, […]
Categories: Hugleiðingar
- Published:
- 28. apríl, 2006 – 11:47
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Próftíminn var alltof stuttur. Ekki skil ég hvað skólayfirvöldum liggur á að koma nemendum sem fyrst út úr prófum, en þá væri nær að gera raunhæfar kröfur. Og þegar hrognasvör við fjórum spurningum síðasta kortérið gætu kostað mig verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur, hlýt ég að spyrja hvers vegna fallið var frá þriggja tíma hefðinni. Eins […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 27. apríl, 2006 – 12:38
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Í Fréttablaðinu er viðtal og mynd af sigurskáldinu 2006. Kemur í ljós að það er fyrrum bekkjarsystir til tveggja ára og skólasystir til átta ára þaráofan, Ásta Heiðrún. Sendi henni hamingjuóskir með hugskeyti, nema svo ólíklega vilji til hún lesi þetta, þá fær hún þær einnig á prenti. Sjálfur sendi ég ekkert inn. Álit mitt […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Menning og listir
- Published:
- 26. apríl, 2006 – 17:18
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Í nótt dreymdi mig að ég ætti í þeim hvimleiða vanda að þurfa að koma svona risaeðlu út úr herberginu mínu. Það er ekki alltaf að maður er einu sinni svo heppinn. Í gær lagði ég mig til dæmis og dreymdi að ég væri í vinnunni. Annars stefndi ég á fimm tíma svefn í nótt. […]
Categories: Draumfarir,Uncategorized
- Published:
- 26. apríl, 2006 – 07:36
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Í gærkvöldi þurfti ég nauðsynlega að komast á netið. Einmitt þá lá það niðri og einmitt þá dugðu engin venjuleg úrræði. Svo ég hringdi í þjónustuver Símans, þrátt fyrir að þau þar firri sig jafnan allri ábyrgð og neiti að aðstoða okkur sem höfum þráðlaust netsamband (þau semsagt þjónusta ekki vinsælustu þjónustuleiðirnar, enda með öllu […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 25. apríl, 2006 – 22:15
- Author:
- By Arngrímur Vídalín