Daily Archives: 6. maí, 2006

Vitur eftirá 11

Ég trúi því ekki að ég hafi hafnað ókeypis miða frá bróður mínum á Echo & The Bunnymen, Oasis o.fl. svo ég gæti lesið þann hræðilega reyfara Kein Schnaps für Tamara eftir Hansjörg Martin. Greinilega geng ég ekki heill til skógar.

Hummer 5

Ég vil benda á þessa mynd, sem ég fann hér. Þetta er ekki einstakt dæmi. Á fimmtudaginn héldu Ung vinstri-græn tónleika í Iðnó. Þá var þessari sömu bifreið lagt ólöglega upp á gangstétt þar utanvið. Myndir voru teknar en ég veit ekki hvar má nálgast þær. Langar að lokum að benda á úttekt Páls Hilmarssonar […]

Hvað er málið? 2

Kominn með eitlasýkingu. Í annað sinn síðan í desember. Núna eru það þó ekki eyrun, heldur eitthvað tengt munnvatnskirtlum, sjálfsagt. Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum ég virðist verða æ móttækilegri fyrir veirusýkingum með árunum, en læknirinn sagði mér að best væri að aðhafast ekkert. Venjulega þætti mér það gott, en þegar verkjalyf duga […]

Hamskiptingar og kynjadýr önnur 0

Ok litlu síðar tók hún sótt ok fæddi sveinbarn, þó nokkut með undarligum hætti. Þat var maðr upp, en elgr niðr frá nafla. Hann er nefndr Elg-Fróði. Annarr sveinn kemr þar til ok er kallaðr Þórir. Hundsfætr váru á honum frá rist ok því var hann kallaðr Þórir hundsfótr. Hann var maðr fríðastr sýnum fyrir […]