Nykur kunngjörir

Þið hafið fullt leyfi (lesist skylda) til að dreifa þessu sem víðast:
Nykur
Árið 1995 var Nykur stofnaður af nokkrum ungum skáldum sem bókmenntavettvangur og sjálfshjálparbókarforlag. Á vegum Nykurs komu fyrstu verk skálda og rithöfunda á borð við Andra Snæ Magnason, Davíð A. Stefánsson, Steinar Braga, Ófeig Sigurðsson og fleiri. Alls komu út 13 bækur á vegum Nykurs til ársins 2003.

Nú, þremur árum síðar, hefur stokkast upp og fjölgað í mannafla Nykurs. Yngri skáld hafa bæst í hópinn og flóran orðin meiri. Í kvöld mun Nykurinn koma aftur upp á yfirborðið, tvíefldur og með ferskan blæ. Frá og með þessum tímapunkti mun Nykur verða nýtt skálda- og bókmenntaafl á Íslandi. Með haustinu munu koma út bækur nokkurra skálda undir merkjum Nykurs.

Air

Ég er búinn að vera að smekkfylla tölvuna mína af tónlist, Dýrin í Hálsaskógi komin inn, þvílík snilld. En lög dagsins eru tvö að þessu sinni, La Femme d’Argent (silfurgellan) og De Voyage de Penelope, með Air, af plötunni Moon Safari, sem jafnframt er plata dagsins. Á þeirri plötu er lag sem ég hef alltaf haldið að heiti Toi et moi. Kemur í ljós að það heitir Remember. Skrýtið.

Ég finn ekki Virgin Suicides plötuna mína. Arg!

Annars eru nokkur æðisleg lög á nýju Air plötunni. Ef einhver getur lánað mér hana þá verð ég afar þakklátur.