Saga úr Bókabílnum

Þessa heyrði ég og fannst hún of góð til að sleppa henni. En svo birti ég ekki fleiri:

Hjón á áttræðisaldri komu að Bústaðasafni. Maðurinn beið í bílnum, en þar sem Bókabíllinn stóð á hlaðinu ákvað konan að kíkja fyrst þangað að gá að ákveðinni bók. Henni var vísað í safnið, en það sá eiginmaðurinn ekki.
Stuttu seinna ók Bókabíllinn af stað og eiginmaðurinn elti, alla leið upp í Grafarvog, þar eð hann hélt að verið væri að ræna konunni sinni. Þegar bíllinn loks nam staðar kom sá gamli á harðaspretti inn, mjög æstur, og hrópaði á steini lostið starfsfólkið: „Hvar er konan mín, hvar hafið þið hana?!“
Gamli maðurinn var róaður og sagt að konan væri í Bústaðasafni. En þá kom upp annað vandamál, maðurinn hafði aldrei í Grafarvog komið, og þurfti að lóðsa hann út úr hverfinu.

2 thoughts on “Saga úr Bókabílnum”

Lokað er á athugasemdir.