Monthly Archives: nóvember 2006

Það hljómaði fyndið þá 0

„Þá er þess væntanlega ekki langt að bíða að gerð verði úttekt á eldhúsinu mínu í Fréttablaðinu og fjálglega rætt um matseldarhæfileika mína. Þá geri ég kannski eins og bróðir minn gerði í DV fyrir hálfum áratug og lýg því að kókómjólk sé fastur liður í minni eldamennsku.“ Bloggið um veginn, 15. nóvember 2006. Mér […]

Fréttablaðið 1

Knippi af Fréttablöðum sá ég fyrir framan hlið kirkjugarðsins við Suðurgötu. Bersýnilega mest lesna dagblað á Íslandi.

Auteur 2

Þegar ég vaknaði upp af blundi um miðnætti var ég ekki viss hvort franska orðið ateur væri til í raun og veru, en ég var nokkuð viss um að íslenska sögnin aterja, sem dregin væri af téðu orði, væri það ekki. Hef nú komist að því að hvorugt er orðið til. Hins vegar fann ég […]

Umfjöllun í Víðsjá 6

Snemma í kvöld var viðtali við mig útvarpað í þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu. Viðtalið má heyra hér. Bókin hefur hlotið góðar viðtökur kaupenda enn sem komið er og er fyrsti ritdómur væntanlegur á næstu dögum. Ég hef enn ekki haft færi á að kanna stöðuna í bókabúðunum, en hafi verðið á bókinni enn ekki verið […]

Davíð Stefánsson um Endurómun upphafsins 0

„Það eru ó! í þessari bók. Og þau eru ekki sett fram í hæðni hrútspungsins eða annarra súrsaðra kynfæra heldur í fúlustu alvöru; þau eru mælt fram vegna þess að ó! er vel fram mælanlegt og gjaldgengt til tjáningar. Þarna eru líka blóm, og hrafnar, og stjörnubjartur himinn, og sólstafir, og röðulgeislar – hellings aragrúi […]

Áríðandi tilkynning! 0

Bókabúðir Pennans Eymundssonar, Máls og menningar, verðlögðu Endurómun upphafsins á kr. 2.990. Rétt verð á bókinni eru kr. 1.990 og hefur það nú verið leiðrétt. Ennfremur hef ég komið því til leiðar að haft verður samband við þá sem keypt hafa bókina fyrir ofangreindan morðfjár, og munu viðkomandi fá endurgreitt í samræmi við eðlilegt verð. […]

Út er komin bók 12

„Laust fyrir miðnætti varð piltinum ljóst hvað það var sem hann heyrði, óð tunglsins. Hann þusti út til að faðma að sér ljósdropana sem seytluðu niður úr himnunum en greip í tómt og allt missti marks. Það var á efsta degi samkvæmt Greenwich Mean Time en hann var á Íslandi, sem enn var landfræðilegum klukkutíma […]

Rússneska nafnahefðin 3

Ég veit um 12 ára strák sem heitir Alexander. Allt útlit er fyrir að hann verði mikill flagari þegar hann vex úr grasi.

Lestur og veður 2

Upplesturinn í morgun gekk afskaplega vel. Það var frábært að koma í gamla skólann minn og fá aðrar eins viðtökur. Það brutust út fagnaðarlæti þegar ég las Ódeilu (sjá neðar), greinilegt að þessum krökkum er ekki fisjað saman. Ekki var það heldur amalegt að sitja inni á kennarastofu, sulla í sig tei og ræða við […]

Rask og fyllerí 0

Sitjandi í tíma undir handleiðslu mikils málfræðitöffara, ekki minnugur þess hvar ég heyrði ungmálfræðinganna fyrst getið, minnugur þess að hafa dottið í það með menntskælingum á loftinu þar sem Rask uppgötvaði germönsku hljóðfærsluna. O tempora, o mores? Hvaða þjóð fann upp ó-upphrópunina? Svarið er á blaðsíðu 269 í Grænjaxlahandbókinni.