Rúmliggjandi

Þó ekki rúmfastur, með alltof sterkt kaffi, að hlusta á lög dagsins: Black Coffee með Julie London og This One’s From the Heart með Tom Waits og Crystal Gayle. Að þessu sögðu hvarflar að mér að ég gæti haft frá einhverju merkilegra að segja.

Tom Waits er á döfinni í næstu viku, írskir pöbbar og áin græna. Hugurinn verður þar en hjartað annarsstaðar, svo ég grípi til exhibitionisma (það eru ismar í þessari færslu!).

Kannski hef ég bara ekkert að segja.

Þú, Steinn, sem stýrir sólna tafli!

Getur mann annað en sett hljóðan yfir öskrandi Steinsorgíu Pjeturs Hafstein? Þetta er svo mikið og viðvarandi að það minnir fremur á raðnauðgun en rúnk. Kommusetningin ein gæti dugað til að senda lesandann aftur til 1930, en stíllinn og orðfærið gætu helzt fengið mig til að trúa að Steinn hafi verið upp á sitt besta 1850 og að Pjetur sé Sigurður Nordal. Kannski það sé markmiðið að raðfullnægja sér sem bezt framan í lesendur? Og samt get ég ekki hætt að lesa …

Sveitti maðurinn

Hann getur samt haft ánægju af því að flörta á feisbúkkspjallinu í vinnunni, vitandi að hún finnur ekki lyktina af honum þar sem hún er, að manneskjan sem þó finnur fnykinn hinumegin við afgreiðsluborðið veit ekki að hann er með holdris, og það að lesandinn veit ekki hvað er satt og logið þegar sveitti maðurinn stimplar hugleiðingar sínar á bloggið.

Slíkt er megin sveitta mannsins.

Eeva

Eeva og Arngrímur
Hvorugt vissi hvernig það myndi fara. En þegar óskirnar standa uppfylltar, ljóslifandi fyrir framan mann, er erfitt að kveðja. Leiðin til Keflavíkur hefur aldrei verið eins stutt, og bakaleiðin gegnum rigningarsuddann aldrei eins löng. Þannig er nú það. Þetta hefur verið æðisleg vika. Sé þig í Jyväskylä, Eeva-Maija.