Monthly Archives: júlí 2008

Dublin 5

Kominn til Dublin. Mér virðist þetta reyndar vera meira bær en borg. Kann því bara vel. Fleet Street er eins og hvolpur hjá Reykjavík. Eftir allar sögurnar …

Írland 0

Þá kveð ég rigningarbælið í bili. Kem einhvern tíma um helgina held ég, annars man ég það ekki. Fer reyndar ekki fyrr en annað kvöld en það verður ekkert bloggað hérna á morgun.

Rúmliggjandi 2

Þó ekki rúmfastur, með alltof sterkt kaffi, að hlusta á lög dagsins: Black Coffee með Julie London og This One’s From the Heart með Tom Waits og Crystal Gayle. Að þessu sögðu hvarflar að mér að ég gæti haft frá einhverju merkilegra að segja. Tom Waits er á döfinni í næstu viku, írskir pöbbar og […]

Þú, Steinn, sem stýrir sólna tafli! 0

Getur mann annað en sett hljóðan yfir öskrandi Steinsorgíu Pjeturs Hafstein? Þetta er svo mikið og viðvarandi að það minnir fremur á raðnauðgun en rúnk. Kommusetningin ein gæti dugað til að senda lesandann aftur til 1930, en stíllinn og orðfærið gætu helzt fengið mig til að trúa að Steinn hafi verið upp á sitt besta […]

Stílæfing #1 0

Þeir sem fíla OK Computer betur en The Bends eru hluti af trendinu. Þeir sem segjast fíla The Bends betur en OK Computer eru bara að segja það og eru þarmeð hluti af stærra trendi.

Buena Vista Social Club 0

Svalir gaurar, gott stöff.

Írónía 0

„Í FANGELSI FRÆGÐARINNAR Kalli Bjarni gerir upp við Idol. Ástin, fallið og upprisan.“ -Mannlíf, 2005

Sveitti maðurinn 0

Hann getur samt haft ánægju af því að flörta á feisbúkkspjallinu í vinnunni, vitandi að hún finnur ekki lyktina af honum þar sem hún er, að manneskjan sem þó finnur fnykinn hinumegin við afgreiðsluborðið veit ekki að hann er með holdris, og það að lesandinn veit ekki hvað er satt og logið þegar sveitti maðurinn […]

Flottur 0

Þú svafst of lengi til að ná morgunsturtunni, og það var ekki fyrr en þú varst kominn í vinnuna að þú fannst dauninn sem lagði upp af þér.

Eeva 0

Hvorugt vissi hvernig það myndi fara. En þegar óskirnar standa uppfylltar, ljóslifandi fyrir framan mann, er erfitt að kveðja. Leiðin til Keflavíkur hefur aldrei verið eins stutt, og bakaleiðin gegnum rigningarsuddann aldrei eins löng. Þannig er nú það. Þetta hefur verið æðisleg vika. Sé þig í Jyväskylä, Eeva-Maija.