Monthly Archives: september 2008

Nýr Garðskáli 1

Fagni allir góðir menn nýjum Garðskálaþætti í fyrsta tölublaði hinna nýju Tregawatta. Lesið hið stórglæsilega tímarit! Horfið á hinn kynngimagnaða Garðskála! Njótið! Í öðrum fréttum fékk ég lánaða The Soft Bulletin með The Flaming Lips hjá stóra bróður mínum, sem kann að meta allt sem er fallegt, gott og krúttlegt, enda þótt hann sé vígalegur […]

Sigfús Daðason fagnar kreppunni 1

Mátti til með að plögga þessu ljóði í tilefni dagsins:

Glitnir 1

Ég legg til að hann taki nýtt nafn: Íslandsbanki.

Skilaboð til lesenda 5

Skylduverk dagsins er að hlusta á etýðu opus 10 nr. 3 í E-dúr eftir Chopin. Lesendur mega ímynda sér að þeir séu staddir einhversstaðar í Evrópu að sötra rauðvín á svölum í volgum vorandvaranum með hálfnakinn elskhuga dormandi á sólstól með tequila sunrise og Blóm hins illa eftir Baudelaire meðan sólin strýkur ykkur um vangana […]

Íslenskar kvikmyndir 11

Þær eru margar hverjar alveg afskaplega leiðinlegar, kjánalegar, illa skrifaðar, illa leiknar og óraunsæar. Skemmtilegar undantekningar frá því eru Sódóma Reykjavík og 101 Reykjavík. Aðrar myndir sem því miður falla að einu eða öllum ofangreindum atriðum eru Englar alheimsins, Dís og nærri því allar myndir gerðar fyrir aldamót. Ég er að horfa á A Little […]

Tómas Guðmundsson 17

Ég sé ekki þörfina á að reisa minnisvarða um Tómas Guðmundsson til að stilla upp á áberandi stað í Reykjavík. Ástæðan er fjarska einföld. 1. Það er þegar til lagleg brjóstmynd af Tómasi Guðmundssyni. Lengi vel var hún höfð í Austurstræti eins og viðeigandi þótti, eða þar til borgaryfirvöldum þótti nóg um eftir að ítrekuð […]

Sunnudagur á bókasafni 0

Upplýsingaborð, 14:30. Undirritaður tekur símann. „Bókasafnið, góðan dag.“ „Já, sælir. Ég er að leita að Wohltemperiertes Klavier, fúgur og prelúdíur eftir Bach í flutningi Xurs Xurssonar gefnar út af Weihnachtsschweinliches Musikverlag í Berlín 1963. Áttu það? Já og svo vantar mig Noktúrnur Chopins númer 13, 45-7 og 53. Náðirðu þessu?“ „É …“ „Svo vantar mig […]

Mig langar líka í 8

Fann þetta hjá Möggu Maack.

Tindersticks 3

Tindersticks voru fáránlega töff í gær. Fáránlega töff segi ég. Fáránlega. Stuart Staples var merkilega prúður milli átakanna sem hann lagði í hvert lag. Krúttlegt bros. Sá hann alltaf fyrir mér sem meira hörkutól. Þarf að fara að kíkja á nýju plötuna. Fannst ég skynja svipuð þemu þarna í gær en Curtains verður þó alltaf […]

Svyturys Ekstra 0

Þau eru farin að selja hann aftur í ríkinu. Kaupið hann. Þetta er besti bjór í heimi.