Monthly Archives: október 2008

Lýðræðið grafið 4

Ég ætla ekki að hafa sérstaklega mörg orð um þessa síðu, bara benda á hana. Ég vil aðeins segja tvennt. 1. Aðeins forsætisráðherra hefur heimild til að rjúfa þing. Þjóðin hefur það vald raunar líka, en til þess þarf að stíga útfyrir ramma laganna. Þeir sem trúa á lýðræðið setja það raunar ekki fyrir sig. […]

Gæði 6

Ef þið hugsið um raunveruleg gæði, landgæði og framleiðslutæki, andspænis ímynduðum tölum á tölvuskjá sem standa fyrir peninga – sem eru ekki höfuðstóll neins nema sjálfra sín – þá er engin kreppa á Íslandi. Hér er allt óbreytt, því allt er enn á sínum stað. Vegið og metið aðstæður hverrar þjóðar fyrir sig, hvar standa […]

Frjálshyggjan og framtíðin 0

Ég er reglulega spurður retórískt þessa dagana hvar frjálshyggjumennirnir séu, fyrir utan þennan eina sem þusaði eilíft í þenslunni en flýgur á hvolfi í kreppunni, og hingað til hef ég ekkert þorað að fullyrða. En núna segir mér svo hugur að einhversstaðar séu þeir hlæjandi með vindlareykinn standandi uppúr sér, því einhverjir þeirra fá vænti […]

Meira um Finnland 1

Í Finnlandi er til máltækið Jos ei viina, terva tai sauna auta, tauti on kuolemaksi, sem mun þýða: Ef sjúkdóminn má ekki lækna með víni, tjöru eða sauna, þá er hann banvænn. Þeir sem ég spurði út í þetta sögðu mér að þeir hefðu aldrei skilið þetta með tjöruna, en hitt meikaði alveg sens. Eitt […]

Hvað er Grétar að hugsa? 0

Nú vill Grétar Mar flæma sendiherra Breta af landinu. Hvers vegna í ósköpunum? Hvaða þátt átti sendiherrann í hruni bankanna? Sat hann kannski á leynimakki í sendiráðinu, plottandi sín ósköp, hlæjandi einsog illmenni? Eða er þetta kannski bara stereótýpískt fyrir sjálfbirgingshátt íslenskra slettireka sem aldrei geta litið í eigin barm. Nú er sko stríð, urr, […]

The IMF is the NME 1

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur boðað til blaðamannafundar í Karphúsinu, Borgartúni 21, klukkan 15:00 í dag. Fundurinn er haldinn í kjölfarið á blaðamannafundi sem Ríkisstjórnin hefur boðað til í Ráðherrabústaðnum klukkan 14:15. # Á meðan það er ennþá til eitthvað sem kallast þjóð á tyllidögum í þessu landi væri nær að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við viljum láta […]

Ljótt er veðrið 0

Hvað getur maður svosem sagt? Jú, býsna margt. Ég á sjálfsagt eftir að hafa nóg um allt þetta að segja á næstunni, en þegar orkustöðvarnar eru fullnýttar á kvöldin og það eina sem maður hefur við rúmstokkinn til að ylja sér gegn ljótviðrinu úti er Beck’s og bókin sem ég fékk í pósti í dag […]

Glitnir 2

Þegar ég var í Jyväskylä núna í október rak ég augun í Glitnisskilti við stigagang að skrifstofuhúsnæði. Dyrnar voru læstar og þegar ég kannaði dyrabjöllurnar sá ég engin ummerki þess að Glitnir hefði nokkru sinni starfað í húsinu, önnur en skiltið. Mikið hafa þeir verið fljótir að pakka saman. Þegar ég var þar síðast fyrir […]

Hakkebuff 0

Ingibjörg Sólrún sér ekkert athugavert við skilmála IMF. Heldur ekki Seðlabankinn. Sem þýðir að annað hvort skilja þau ekki skilmálana eða þau eru að ljúga. Björgvin G. neitar að tjá sig um skilmálana. Þau neita öll að tjá sig um skilmálana. Annað hvort er þetta alltsaman svona frábært að við komum til með að skíta […]

Hofmæði 2

Ef kenna mætti smæð landsins um hofmæðina (e. cabin fever) sem jafnan ríkir hér gæti það útskýrt hvers vegna landinn er alltaf svona hofmóðugur erlendis. Stundum trúi ég því að Íslendingar séu upp til hópa hálfvitar.