Monthly Archives: nóvember 2008

Laugardagsvakt 1

Laugardagsvaktir eru hressandi, en þá kemst maður ekki á mótmæli. Ég treysti því að þið látið þau heyra það fyrir mína hönd.

Einmana 0

Fólk að vinna við upplýsta höfnina utan við gluggann minn. Handrit sent í ýmsar áttir til yfirferðar. Einn með sjónvarpinu á föstudagskvöldi. Held ég hafi aldrei verið eins einmana. Nei, þetta er ekki ljóð eftir Jón Gnarr

María blíða María 6

herbergið hvítkalkað og tómt rakinn áttatíu prósent þú sast á rúmbríkinni og lést sæðið drjúpa úr þér á nakið gólfið og það dropaði úr krananum inná baði: drip drip drip… einsog angurvær barnsgrátur utanaf götunni og tár þín María tár þín – Jón Gnarr.

Nau fokkíng hauts! 2

Það er ekki laust við að mér líði einsog svindlara innanum þessa menn. Þetta er ekki síður skringilegt.

Næsta skref 2

Viljið þið breytingar? Þá er svarsins að leita hjá fjölmiðlum. Þetta er afskaplega einfalt: Næst þegar ráðamenn boða til blaðamannafundar, ekki mæta. Fólk sem hefur ekki umboð til að stjórna landinu getur boðað til allra þeirra blaðamannafunda sem þeim sýnist, en það þýðir ekki að nokkur þurfi að mæta, eða að það verði tekið alvarlega. […]

Nei, kommon! 0

Á ég að trúa því að þetta bréf sé ekki uppspuni? Hvaða auli sem er getur búið svona til, og þetta er nú einum of. Mér er svo mikið um að ég næ varla andanum. Ef þetta er satt, hverslags eiginlega andskotans viðrini eru þessir menn þá!

Háðung? 2

Nennir einhver að leiðrétta þennan mann? Mig skortir þrótt til að útskýra fyrir honum hvernig lýðræði á að ganga fyrir sig. Nema hann sé bara svona stoltur af því að búa í landi þar sem Flokkurinn ræður lögum og lofum.

Fráhvarf 0

Ég held ég hafi ekki fundið eitt einasta blogg um lögreglustöðvarmótmælin sem ég get tekið undir með. Og það er hreinlega bara ekki á þetta helvítis kraðak bætandi, svo ég sleppi því bara að segja nokkuð. Nema kannski þetta: Ég er orðinn ansi þreyttur á þessu rúllandi skoðanabrjálæði sem bloggheimar eru, og það er einsog […]

Nei 7

Sumum finnst Steinar Bragi hafa boðað til blóðugrar byltingar með grein í dagblaðinu Nei á dögunum. Öðrum finnst Viðar Þorsteinsson hafa boðað til blóðugrar byltingar á Austurvelli á laugardaginn. Lesið greinarnar og metið það sjálf. Það er skýlaus krafa þjóðarinnar að hreinsað verði úr Stjórnarráðinu, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og endurstokkað á Alþingi – ef þingið […]

Músífölsk – Ninja Hagen 0

Hér gefur að líta tónlistarmyndband við lagið Ninja Hagen eftir hljómsveitina Músífölsk. Horfið á og dreifið svo við getum öðlast heimsfrægð á morgun og yfirgefið þessa djöflaeyju.