Monthly Archives: janúar 2011

Vinsælar kvikmyndir eyðilagðar #3 10

Sixth Sense – uppljóstrunin stendur ekki í röklegu sambandi við söguþráðinn Aðalatriðið í draugafræðum aðalpersónunnar, Cole Sear, er að þeir vita ekki sjálfir að þeir eru látnir. Það eitt og sér er nógu einkennileg hugmynd, einsog ég mun útskýra. Í lok myndarinnar uppgötvar geðlæknirinn hans, Dr. Malcolm Crowe, að hann lifði ekki af skotárás sem […]

Vinsælar kvikmyndir eyðilagðar #2 8

Citizen Kane – forsendan er ekki til staðar Síðasta orð Kanes áður en hann deyr í upphafsatriði myndarinnar er Rosebud. Þetta virðist vera á allra vitorði og fyrr en varir er blaðamaður kominn á fullt við að reyna að finna út úr því hvað orðið merki. Vandamálið Það var enginn til staðar til að heyra […]

Vinsælar kvikmyndir eyðilagðar #1 4

Green Mile – lausnin fylgir ekki forsendunum Í upphafi myndar sést aðalpersónan, Paul Edgecomb, brotna niður yfir söngvasenu með Fred Astaire þar sem hann syngur Dancing Cheek to Cheek. Hann útskýrir þetta fyrir vinkonu sinni á elliheimilinu með þeim orðum að tiltekinn fortíðardraugur hafi látið á sér kræla, nokkuð sem hann hafði ekki hugsað um […]

Af skáldum og öðrum ekkisens óþarfa 0

Ég fann þetta óvænt í tölvunni minni. Þessi grein átti að birtast í Tíuþúsund tregawöttum í ársbyrjun 2009 minnir mig, en það hefti var aldrei gefið út. Fannst allteins gott að henda henni inn hérna þar sem efni hennar á jafnmikið erindi nú og þá. 1. Skáldið í ljóðinu Mér er minnisstætt þessa dagana ljóð […]

Stiklur úr ferðasögu II 0

Skandinavíuhringurinn: Álaborg: Fallegur bær sem mér skilst að smámsaman sé að deyja. Flest unga fólkið fer heldur suður til Árósa eða Kaupmannahafnar til að sækja sér æðri menntun, og fáir koma til baka. Stemningin á aðalverslunargötunni (sem er kölluð eitthvað annað en hún heitir en ég man ekki hvað) var nokkuð öðruvísi fyrir Danmörku fannst […]

Það sem bíður á baðherberginu 0

Hálflesin Calvin & Hobbes, og drullusokkur sem lekur frá yfir allt gólf. Lyktin leynir sér ekki. Svona er að búa í húsi með gömlum pípulögnum. Ég vatt mér á næsta bás. Að vísu eru þeir til sem áttu verri aðkomu að baðherbergi en létu það ekki aftra sér, að ónefndri fyrrum nágrannakonu minni í Gellerup […]

Universitetsparken 0

Svo fer gjarnan um mannanna ráð að þau bregðast, og því ítarlegar sem skipulagt er þeim mun meira geta smáatriði sett úr skorðunum. Smáatriði dagsins var að mér yfirsást að ég yrði nauðsynlega að afhenda lyklana að Lottuvegi á slaginu níu. Án lyklanna verður hvorki komist inn né út af lóðinni, hvað þá inn eða […]

Nýársdagur 0

Ég held það hafi verið á nýársdag 1992 frekar en árið eftir að Batman (1989) var sýnd á Stöð2. Þá mynd sáum við fjölskyldan ásamt Anselmifjölskyldunni í bíó á sínum tíma í Piacenza, og svo aftur á video á Akureyri árið eftir. Þegar við áður bjuggum tímabundið í einhverri Hlíðinni í íbúðinni hans Halla frænda, […]