Monthly Archives: apríl 2011

Síðasta ljóðabók Sjóns til niðurhals 0

Síðasta ljóðabók Sjóns eftir okkur Jón Örn Loðmfjörð. Kápa: Fanney Sizemore Um bókina segir aftast: bókin er skrifuð á stuttum tíma í draumi þann fjórða desember tvöþúsundogátta eftir neyslu átta kaffibolla og tuttuguogþriggja sígarettna í herbergi troðfullu af silfurskottum ljóðabókum sjóns úrklippum úr morgunblaðinu íslenskri orðabók og farsíma sem hringdi aldrei þakka þeim sem trufluðu […]

Það sem sanna átti 0

Taugaskurðlæknirinn Milena Penkowa hefur mikið verið á síðum blaðanna og milli tannanna á fólki í Danmörku undanfarin misseri. Hún var vonarstjarna danska fræðaheimsins, hampað sem snillingnum sem útrýma myndi krabbameini úr heiminum, táknmynd hinnar frjálsu Danmerkur og hennar dýrðlega menntakerfis, og sönnun þess að konur – af útlendum ættum hvorki meira né minna – gætu […]

Hugleiðingar um úrslitin 2

Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri prinsípskoðun að Íslendingum beri yfirhöfuð ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja (þó er deilt um hvort það sé tilfellið hér), og var sjálfur þeirrar skoðunar fyrst eftir hrun. Afstaða mín breyttist síðar og þá fyrst og fremst af pragmatískum ástæðum – auðvitað á almenningur ekki að borga skuldir einkafyrirtækja, en […]

Á málþingi 1

Síðastliðinn föstudag brá ég mér á málþing Miðaldaleshringsins sem bar yfirskriftina „Alkoholkultur i middelalderen“. Þar fræddist ég meðal annars um það að á 15. öld þótti drykkja keyra svo úr hófi í danskri þinghelgi að brugðið var á það ráð að flytja bæði Héraðs- og Landsþing úr borg í sveit, svo þau gætu starfað í […]