Í nótt dreymdi mig fernt sem ég man. 1. Par sem við þekkjum var ásamt fleiri gestum í litlu boði hjá okkur Eyju. Þau rifust allan tímann og sérstaklega hann, sem ásakaði hana í sífellu um að reyna við mig. Svo lagði hann hönd á öxlina á mér inni á milli og sagði í hughreystandi […]
Categories: Draumfarir
- Published:
- 9. mars, 2013 – 14:00
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Fólk pirrar sig stundum á því þegar annað fólk (oft þulir Ríkisútvarpsins) tala um Evróvision. Hvers vegna að þýða aðeins fyrri partinn en ekki þann seinni? Annaðhvort skal það vera Evrópusýn eða Eurovision og engar refjar! Ef við tökum hefðarrökin þá er sannarlega hefð fyrir því í íslensku að setja inn v í stað u […]
Categories: Íslenska,Tungumál / málfræði
- Published:
- 9. mars, 2013 – 10:12
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég held það megi færa rök fyrir því að a.m.k. tvenns konar aukalög hafi bæst ofan á þegar marglaga veruleika mannlegra samskipta með tilkomu Facebook. Þá á ég við samskipti sem hefðu ekki átt sér stað ella. Það eru annars vegar þeir sem maður þekkir ekkert í raun en maður af einhverjum löngu gleymdum ástæðum […]
Categories: Úr daglega lífinu
- Published:
- 9. mars, 2013 – 00:48
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
„Ísraelar hegða sér bara alveg einsog nasistar gagnvart Palestínumönnum, þeir eru engu betri en Hitler. En Hitler var nú raunar ekki alslæmur. Hann hafði sitthvað til síns máls þegar hann talaði um gyðinga, og þeir hafa nú sýnt það hvernig þeir eru innst inni.“ Kannist þið röksemdafærslu af þessu tagi? Hún er mjög algeng á […]
Categories: Fjölmiðlar,Pólitík,Úr daglega lífinu
- Published:
- 8. mars, 2013 – 09:07
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ef einhverjir nemenda minna álpast inn á þetta blogg skulu þeir vita að ég gekk í bandvitlausu veðrinu úr austanverðum Hlíðum út á Árnastofnun til að verða mér úti um greinarnar sem verða til umræðu á morgun. Eða hefði gert það ef konan mín hefði ekki bent mér á að við eigum bíl. En ég […]
Categories: Úr daglega lífinu
- Published:
- 6. mars, 2013 – 21:37
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Gamall maður kemur með hundi sínum innanúr hrauni og geingur í veg fyrir lestamenn: Og hverjir eru mennirnir? Hinn feiti svarar: Ég er hans majestets bífalíngsmaður og prófoss. Óekkí, muldraði gamli maðurinn hás einsog rödd úr fjarska. Skaparinn er nú samt sá sem ræður. – HKL Ég er svona náungi sem vakir á næturnar með […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Námið,Úr daglega lífinu
- Published:
- 3. mars, 2013 – 00:45
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Alltaf í upphafi haustmisseris er mikið um að vera á Háskólatorgi. Heil reiðinnar býsn af nýnemum, þriðjungur af hverjum sést ekki aftur eftir almennuna, ryðjast um rýmið (hinir fáu hugvísindanemar þekkjast oft á Fjällrävenbakpokanum). Hljómsveit sem einhver hélt að væri vinsæl en var í rauninni vinsæl fyrir fimm árum spilar lög sín í þessu rými […]
Categories: Úr daglega lífinu
- Published:
- 1. mars, 2013 – 14:44
- Author:
- By Arngrímur Vídalín