Það er áhugavert að lesa um það í fjölmiðlum að menntamálaráðherra ætli að veita fjármunum inn í skólakerfið svo að hægt verði að kenna í framhalds- og háskólum í sumar. Það að kennarar frétti þetta fyrst í fjölmiðlum gefur til kynna að ekkert samráð hafi verið við skólastjórnendur, og ég held að við séum allflest […]
Categories: Óflokkað
- Published:
- 23. apríl, 2020 – 13:54
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Fyrirsögnin hér er kannski helst til háfleyg. Ég var að velta fyrir mér hvernig aðdáendur kvikmynda á borð við Stjörnustríð vita það sem þeir telja sig vita um söguheiminn. Þetta er hugmynd sem kviknaði fyrst þegar ég fór að sjá Scream 2 í bíó árið 1997. Þar leikur Timothy Olyphant morðóðan kvikmyndanörð sem þykja bangsarnir […]
Categories: Kvikmyndir
- Published:
- 21. apríl, 2020 – 18:17
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Það er kannski táknrænt að ég er rétt nýfarinn að blogga aftur þegar Facebook ákvað að loka á mig í sólarhring. Ég hef einu sinni hlotið aðvörun þar, þegar ég vitnaði í lagatexta The Pogues („you cheap, lousy faggot“ orti hinn prúði Shane MacGowan). Ég skil að það hafi lent í síunni, en Facebook tók […]
Categories: Óflokkað
- Published:
- 10. apríl, 2020 – 17:03
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Mér fannst lengi vel eins og sagan væri liðin, ekkert áhugavert gerðist þaðan í frá og allt myndi lulla svona einhvern veginn áfram fremur tíðindalítið. Þetta reyndist rangt í tvennum skilningi. Fyrir það fyrsta þá er sagan aldrei liðin, það er alltaf eitthvað á hverjum tíma sem segja mætti, í dvalarhorfi, að sé „að gerast“. […]
Categories: Óflokkað
- Published:
- 9. apríl, 2020 – 22:19
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Það er víst enginn ósnertanlegur, forsætisráðherra Bretlands kominn í gjörgæslu. Einhvern veginn hafði ég ekki einu sinni velt því fyrir mér að það væri mögulegt. Á sama tíma er víða flutt í fréttum að tígrisdýr hafi greinst með Covid-19. Ég á bágt með að trúa því og vil fá almennilega staðfestingu á því. Þessi faraldur […]
Categories: Óflokkað
- Published:
- 6. apríl, 2020 – 20:40
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ef einhverju sinni var ástæða til að hefja bloggið aftur til vegs og virðingar, þá er það nú á tímum heimsfaraldurs. Ég hef verið að velta fyrir mér lestri og ritun undanfarið, ekki síst vegna þess að ég kenni hvort tveggja á Menntavísindasviði HÍ fólki sem mun sjálft þurfa að kenna börnum og ungmennum lestur […]
Categories: Óflokkað
- Published:
- 5. apríl, 2020 – 15:10
- Author:
- By Arngrímur Vídalín