IKEA og koppaþjálfun

Hjónin tóku daginn frekar snemma og lögðu upp í ferð til Sindelfingen en þar eru Mercedes Benz með höfuðstöðvar og IKEA með verslun – ferðinni var að vísu bara heitið í það síðarnefnda og eyddum við nokkrum klukkustundum í skandinavísku andrúmslofti og nokkrum Evrum í leiðinni.

Á heimavígstöðvum stóð amman í stórræðum með krakkaskarann, ferð í bakaríið og hlaup á pallinum stóðu þar upp úr.

Á heimleiðinni var stoppað í stórmarkaði einum sem stóð undir nafni sem slíkur.  Eftir það þurfti að skrúfa saman IKEA dótið og dundast heimavið.

Kvöldverður var snæddur útivið í þrumuveðri, við nýja borðið – sænskur kjúklingur í tilefni dagsins.

Sá skapmikli fékk kopp og eyddi hluta kvöldsins sitjandi á honum, þar með er formleg þjálfun hafin og er ekki seinna vænna því leikskólar hér í Þýskalandi eru víst ekki hrifnir af því að fá bleiubörn.