Bless í bili

Frúin fer heim til Íslands á morgun, verður að vinna þar út næstu viku.  Engar fréttir frá Tübingen fyrr en í byrjun júní.

Þrumuveður

Í morgun vaknaði frúin um klukkan sjö við þrumuveðrið sem gekk yfir borgina.  Þar með breyttist fyrirfram áætluð dagskrá og setið var inni fram yfir hádegið. Eftir matinn röltum við niður í bæ, hvorki íkornar né salamöndrur létu sjá sig í skóginum þennan daginn.  Stopp dagsins var á leikvellinum í gamla grasagarðinum og þaðan var …

Sólhlíf

Morguninn var erfiður, sú snögga vildi ekki fara í leikskólann því þar væri leiðinlegt.  Það hafðist þó að koma henni af stað.  Sú sveimhuga átti að heimsækja bekkinn sinn í síðasta tímanum og svo er hún komin í ríflega tveggja vikna langt hvítasunnu frí.  Skóladagarnir hér eru 185 á ári, en dreifast öðru vísi en …

Sund og dauður snákur

Fyrri part dags fóru sá skapmikli og amman í göngutúr út að sveitabænum á meðan frúin skutlaði þeirri sveimhuga, hjólið var tekið með en ekki notað þar sem: „ég kann ekki að hjóla!“ varð viðkvæðið.  Hestar, kýr og býflugur voru skoðuð af miklum móð enda var liðinn hálfur sólarhringur síðan hann sá þetta síðast. Eftir …

Dásemdar dagur

Þegar búið var að koma þeim út úr húsi sem út áttu að fara keypti frúin litla sulllaug til að hafa úti á palli í góðu veðri, eftir gærdaginn var augljós þörfin á svoleiðis grip á heimilinu. Heimasæturnar allar fóru að sækja þá sveimhuga í skólann og svo var gengið um Lasarett (?) hverfið í …