Wilhelma á ný

Fyrsti dagur í sumarfríi byrjaði vel – sofið út, eða svoleiðis, sú snögga kom inn til okkar korter yfir sjö!  Allir komnir á fætur fyrir átta til að vera tilbúnir í dýragarðinn.  Við náðum hálf tíu lestinni, skildum bóndann eftir heima í vinnunni og fórum á vit ævintýranna. Dagurinn var fallegur og góður – látum […]

Fimleikar og sumarhátíð

Í gærmorgun fór bóndinn snemma með sá snöggu í leikskólann því sú sveimhuga mætir seint á föstudögum.  Í morgunsárið komu líka tveir iðnaðarmenn til að laga rimlahlerana okkar, stöngin í stelpnaherberginu brotnaði af í lok maí.  Þeir skrúfuðu eitt stykki úr, kíktu á gluggann á baðherberginu og sögðust hringja síðar.  Svo mikið fyrir þá viðgerð. […]

Skólaheimsókn og tásur

Morguninn byrjaði á því að sú sveimhuga, sú snögga ásamt frúnni hlupu niður í Grundschule and der Wanne, skólann sem þær systur fara í næsta haust.  Þær fóru í tveggja kennslustunda heimsókn þangað inn í 2.a sem er bekkur þeirrar sveimhuga.  Krakkarnir tóku mjög vel á móti þeim, stelpurnar himinlifandi yfir að þeim fjölgar enda […]