Vinir kvaddir og gestum heilsað

Þetta hefur verið vika breytinga! Á mánudegi hélt ameríska bekkjarsystir þeirrar sveimhuga kveðjur-/afmælispartý fyrir allan hópinn á leikvelli í Waldhausen Ost, þau fóru beint þangað eftir sund og aðstoðaði frúin við að hemja lýðinn sem skemmti sér stórkostlega. Á þriðjudegi var hefðbundinn skóli og um kvöldið buðum við amerísku vinum okkar í mat þar sem …