Aðventa

Enn ein vikan flogin hjá. Á þriðjudaginn var gerðist ekkert markvert, fyrir utan að bóndinn undirbjó utanlandsferð og frúin hnoðaði piparkökudeig. Á miðvikudag fór bóndinn í ferðina til Toulouse og hingað heim komu 8 krakkar og 3 mömmur í piparkökumálun,  bakaðar voru um 300 kökur og skreyttar, eftir það var súpa og pizza í matinn […]

Flugdrekar

Hápunktur mánudagsins fyrir viku var sennilega búðarferð – keyptar buxur á stúlkur, eftir þrælavinnu við að föndra jólakort. Á þriðjudaginn skruppum við til fyrrverandi nágrannans eftir skóla og skemmtum okkur vel. Á miðvikudaginn fórum við með ameríkuskvísunum í skógarferð að safna könglum og enduðum á leikvellinum í Wanne.  Á fimmtudag var mikill heimalærdómur. Á föstudag […]

St. Martin og Blautopf

Enn líður tíminn, þriðjudagur var hefðbundinn með kvennakaffi að morgni, heimalærdómi eftir hádegið og skókaupum seinni partinn. Á miðvikudaginn skrapp frúin með gamla nágrannanum til litlu Ameríku að versla seríos og svoleiðis góðgæti, nágranninn kom svo í heimsókn með sína stráka, við fjórum á bændamarkað í bænum og á leikvöllinn í gamla Grasagarðinum.  St. Martin […]

Hversdagsleikinn enn á ný

Og þá er allt í einu vika liðin! Frúin og krakkarnir þrír sinntu sínum hefðbundnu störfum fyrstu daga síðustu viku, bíllinn fór í viðgerð – að láta gera við það sem við vissum ekki að væri bilað!  Fékk að því loknu skoðun hjá bifreiðaeftirlitinu hér í bæ. Bóndinn kom svo heim frá Fróni á fimmtudag […]

Ísland – Þýskaland

Stuttri heimsókn á klakann er lokið, margar heimsóknir og jafnframt margir sem við sáum ekki. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Þeim skapmikla fannst mikið til koma hvað allir töluðu íslensku í kringum hann á klakanum!  Sú snögga var ánægð með skóla þar sem hægt var að fá heitan mat í hádeginu, þvílíkur […]