Kastalar og engisprettur

Við fjölskyldan höfðum það frekar náðugt framan af degi í dag, stelpur lærðu að hoppa inn í snúsnú í staðin fyrir að byrja við bandið, dúllast úti á palli og inni fram að mat. Eftir hádegið fórum við í bíltúr, fyrst var ekið upp að Hohentringen kastala sem er í jaðri skóglendis fyrir norðan borgina.  […]

Ausandi rigning og fiðrildagerð

Dagurinn hófst með ausandi rigningu og  þrumuveðri.  Eftir að allir voru komnir á fætur hringdi kennari þeirrar sveimhuga og afboðaði fyrirhugaða sumarhátíð í skóginum norðan við Bebenhausen.  Dagurinn varð því skyndilega autt blað. Krakkarnir fengu að fara út á svalir og prófa að vera léttklædd í hellidembu – það var gaman að sulla í pollunum […]

Fimleikar og sumarhátíð

Í morgunsárið voru keyptar tátiljur á þá sveimhuga og hlaupa/fótboltaskór á þann skapmikla – auk helgarinnkaupanna.  Þann stutta tíma sem frúin og sá skapmikli höfðu heima fyrripartinn var hann klipptur og skartar nú skotti. Eftir að stelpur voru sóttar var grauturinn etinn í snarhasti, því sú snögga átti að vera mætt á fimleikaæfingu klukkan tvö […]

Þrif og smáfuglar

Föstudagsþrifum var flýtt um einn dag, þar sem morgundagurinn (og föstudagar héðan í frá almennt) verður mjög annasamur.  Þegar frúin og sá skapmikli komu heim frá skutlinu var verið að malbika í brot í bílastæðinu hér fyrir utan, svo við stóðum í um hálfa klukkustund á svölunum og fylgdumst með körlunum. Svo var skellt í […]