Rólegheit – og þó

Dagurinn var frekar rólegur, sú sveimhuga og sú snögga fóru í sína skóla og sá skapmikli var heimavið eins og vanalega.  Eftir hefðbundna þvotta og stúss var farið út á leikvöll, sá skapmikli dró ánamaðk upp úr sandkassanum og var fljótur að losa sig við hann þegar hann áttaði sig á því að hann var lifandi.  Hann hefur aldrei fengist til að koma við svona kvikindi, enda með afbrigðum snyrtilegur.  Hann sest ekki í sandkassann, heldur situr á hækjum sér við leik.

Eftir að hafa sótt stelpur, heimanáms yfirsetu og kaffitíma röltum við niður í bæ þar sem við hittum bóndann og skildum hann eftir í gamla grasagarðinum með barnahjörðina og við amman skunduðum í H&M.

Nokkru síðar (áður en við var litið voru liðnir tveir tímar og plastið að bráðna) snérum við svo heim í graut og Evróvision.

2 replies on “Rólegheit – og þó”

  1. Mikið er gaman að heyra af þessum dýrðar dögum ykkar, sól og sumar og allir saman að gera e-h skemmtilegt 🙂 Verð græn af öfund að heyra af þessum H&M ferðum ykkar 🙂 Knús og kossar,Hugrún

  2. Endilega að fara að safna fyrir heimsókn og taka þátt í þessu með okkur 😉 Knús og kossar til ykkar.

Comments are closed.