Við gistum öll á efstu hæðinni, stelpurnar lengst til vinstri og við hjónin þar við hliðina.
Sá skapmikli búinn að stökkva öllum óvættum á brott með prikinu góða.
Við gengum upp að vindmyllu sem var á hæðinni fyrir ofan hesthúsin. Þar voru moldvörpuhrúgur út um allt, en íbúarnir létu ekki sjá sig.
Dropasteinarnir stækka um 2 cm á hverjum hundrað árum! Þetta tekur engan smá tíma!