Kaldur dagur í dag – hitinn fór varla upp fyrir 12°C í allan dag, nema núna eru 13°C.
Í morgun vorum við mæðgin inni og spiluðum, púsluðum og lékum okkur. Eftir að stelpur voru sóttar, hádegismatur snæddur, heimanám klárað var púslað meira – enda töluvert keypt í Ravensburger í gær.
Frúin skellti í eina skúffuköku með kaffinu og var hún ljúffeng svona ylvolg með kaldri mjólk.
Eftir kaffið var litað og málað, nokkur stór fiðrildi lituð og sett innan á svalahurð og glugga til að skreyta hjá okkur. Bóndinn kom frekar seint heim, léttur kvöldverður, bað og svo allir snemma í háttinn enda krakkar hálf slæptir eftir gærdaginn og tiltölulega stuttan nætursvefn síðustu nótt.