þeirrar snöggu rann upp bjartur og fagur, hún fékk afmælissöng og pakkahrúgu í rúmið. Loksins hægt að opna það sem hafði borist með póstinum síðastliðna viku! Inni í pakkahrúgunni leyndist fjársjóðskort sem leiddi þá snöggu undir styrkri stjórn þeirrar sveimhuga út að framan, upp stigann hjá blokkinni og aftur fyrir hús. Þar snérust þær hvor í kringum aðra þangað til þær ráku augun loksins í reiðhjól skreytt pappírssnifsi og karamellum!
Afmælistertan var skreytt, nágrannarnir kíktu um hádegisbilið með pakka fyrir alla krakkana, pönnsur steiktar og heitum rétti skellt í ofninn. Um kaffileitið komu svo gestirnir, tvenn hjón sem vinna með bóndanum með samtals 3 stelpur með sér, þýsku vinirnir Nadine og Thorsten og svo ráku Íslendingarnir í næstu blokk líka inn nefið.
Veislan gekk vonum framar og endaði sem „blauta afmælið“ að sögn þeirrar snöggu, þar sem þær systur kappkostuðu að bleyta bróður sinn, gestirnir blésu sápukúlur og Playmobil leikföngin sem bárust í veislunni voru bæði fyrir vatn. Svaka mikið stuð úti á palli í blíðunni.
Í gær skruppum við í tivoli sem statt er hér í borg og fórum svo á Bella Roma, ítalska veitingastaðinn hér rétt fyrir neðan.